Umferðarstofa stendur nú fyrir einhverskonar herferð um bætta hegðun í Umferðinni. “Nú segjum við STOPP” er slagorð auglýsinganna skilst mér. Í auglýsingunum á strætóskýlum eru sýndar myndir eða skuggamyndir af þeim 20 sem hafa látist á árinu í umferðarslysum. Ég var bara að velta fyrir mér, hvers vegna er þessum myndum raðað upp í kross? Þessi kross í auglýsingunum er tákn kristinnar trúar og tengist engan veginn dauða í umferðaslysum að mínu mati! Afhverju er þetta tákn, kristinn kross, alltaf tengdur við dauðann? Dauðinn er ekkert tengdur kristinni trú…