Ég var að pæla að stofna nýtt trúarbragð, trúarbragð sem myndi sameina heiminn undir einum Guði.
Guði er ég kalla Lúðvík.
Trúarbragðið kalla ég Þorsteinismi.
Ég myndi skrifa bók sem kölluð yrði Múmínálfur.
Allir trúbræður mínir yrðu að fara eftir þeirri bók.

Til að byrja með færi ég til Reykjavíkur til að sannfæra fólk að trúa á hinn eina sanna Lúðvík.
Flestir myndu eflaust ekki taka marka á mér.
Ég myndi flitjast til Akureyrar og safna þar upp her manna alstaðar af úr heiminum, sem væru sammála mér um að Lúðvík væri sá eini sanni guð.
Svo myndi ég fara aftur til Reykjavíkur og hernema hana og drepa þá sem ekki taka Lúðvíki sem hinum eina sanna. Þaðan myndi svo trúin breiðast út.

Ég yrði líklega drepin meðan valdaránið á sér stað.
En samkvæmt því heilaga riti Múmínálfur, þá á hver maður að eiga sex börn með hverri konu og þar af leiðandi eignumst við Ísland á endanum.

Því Lúðvík er hinn eini sanni, blessuð sé minning hans.

Í Múmínálfi er ritað:

“Hefja skal stríð gegn þeim vantrúuðu, þeiru skulu sjá að Lúðvík er sá eini sanni.”

“Konur skulu heiman dvelja, því þar er þeirra þörf mest.”

“Ekki skaltu taka aðra menn sem vini ef þeir trúa á annan guð en Lúðvík. Því Lúðvík veit allt.”

“Hver maður má aðeins eiga 12 konur, því 14 konur væru of mikið.”

“Vertu góður við ættmanninn, en dreftu trúleisningjan sem vanhelgar guð þinn.”

Mitt trúarbragð myndi aðlagast vel samfélögum og flestir myndu taka því vel, fyrir utan “RASISTA”!
Því öll erum við jú vinir.
Og öll trúarbrögð eru jú góð trúarbrögð, right?
Aðeins smár hluti þeirra sem trúa á Lúðvík myndu berjast fyrir hann, því flestir hefðu einfaldlega of mikið að gera í lífinu til að spá of mikið í trú sinni.

Á endanum myndi Þorsteinismi ráða yfir meirihluta jarðarinnar og reglur þær sem opinberaðar voru í Múmínálfi teknar sem algildar.

Eða sér einhver einhverja ástæðu til að stöðva þetta trúarbragð mitt??? Flestir innan þess eru jú ljúfmenni svo ég taki það framm!