Samkvæmt kóraninum er bannað að teikna myndir af spámönnunum. Múslimi sem gerir það er því að brjóta mjög gróflega gegn trúnni. Þeir sem ekki eru múslimar ættu ekki að þurfa að fara eftir reglum kóransins.

Við erum að tala um eitt blað sem að notaði tjáningarfrelsi sitt og birti skopmyndirnar. Það getur vel verið að það var ósmekklegt en þetta er menning dana og þeir gera þetta líka við virta stjórnmálamenn og aðra.

Þessar myndir eru líka búnar að fá svona 100x meiri athygli eftir að múgæsingur múslima blés upp málið, múslimar um allan heim hefðu ekki heyrt um það eða séð myndirnar ef slíkur æsingur hefði ekki byrjað. Ekki sér maður vesturlandabúa fara í hópmótmæli og brenna fána miðausturlandaþjóða. Að mínu mati er það verra að gera slíkt en að teikna myndir af spámönnum sem dóu fyrir þúsundum ára.

Áður en þið rakkið yfir mig þá er ég ekki að styðja slíkar ósmekklegar myndir. En ég trúi á tjáningarfrelsi óháð því hvort það sé smekklegt eða ekki. Miðausturlandabúar krefjast þess að Sameinuðu Þjóðirnar eða forseti Danmörkur takmarki þetta tjáningarfrelsi, sem er annað dæmi um að virða ekki menningu vesturlanda.