já, ég sat hérna við morgunverðarborðið og var að blaða í DV (af einhverri ástæðu er það farið að koma frítt innum lúguna hjá mér). strax á fyrstu blaðsíðunni (ath. ekki forsíðunni) blasir við mér svolítið sem ég gat ekki annað en hlegið að. Þessi dálkur sem þar er virðist einhver pistlahöfundur vera með sem þarf óendanlega útrás fyrir einhverja gremju í garð íslansku ríkisstjórnarinnar og allt sem á einhvern hátt virðist var hægrisinnað (sklgr. hér morgunblaðið sem hægrisinnað því í hans augum virðist svo vera).
En já, þar stendur stórum stöfum: “Morgunblaðið sorprit!” Ertu ekki að grínast…?
DV kallar þar Morgunblaðið (að mínu mati lang lang faglegasta blað landsins) sorprit! Þeir segja einnig að blaðið fari ekki eftir grundvallarreglum fjölmiðlunar. Ef á að skoða eitthvað blað hér á landi sem fer ekki eftir þessum reglum, þá er það DV.