Þannig er mál með vexti að ég hef ekkert unnið í ár, bara verið í skólanum, en núna er að koma sumar og þá fer maður að sjálfsögðu að vinna.
Ég var semsagt að spá hvort maður hefði einhversskonar uppsafnaðann persónuafslátt sem ég gæti þá notað til að borga minni skatt en ég myndi annars gera …
Ég er búinn að leita talsvert að þessu á www.rsk.is en ég finn ekki neitt.

Einhver hérna sem hefur farið í gegnum þetta sjálf/ur og gæti kannski útskýrt þetta fyrir mér (og fleirum) í stuttu máli?