Mönnum er misþyrmt við Hverfisbarinn og allir vita hverir þeir eru en Lögreglan hefur ekki enn haft tal af þeim ? Handrukkarar á Akureyri, á skilorði, viðurkenna að skjóta mann en ganga lausir af því að þeir hafa viðurkennt ? Er ekki eitthvað mikið að hvernig Lögreglan í landinu bregst við ? Þeir bera fyrir sig e.h. álit dómara í málinu, en í hvaða hugarheimi er dómarar þessa lands ? Manni finnst stundum að þeir séu á öðrum hnetti, en líklegri skýring er að þeir séu of djúpt á kafi í gömulum skræðum með dómum með “fordæmisgildi” ! Eða eru þessir veruleikafyrrtu menn kannski skíthræddir ?