Á þetta ekki örugglega heima hér?
Allavegana, ég var viðstaddur mótmæli framhaldsskólanema fyrir utan Alþingishúsið á hádegi í dag, og mig langar að vekja athygli á þeim ótrúlega fjölda sem þar var saman kominn!
Þegar mótmælunum lauk og ég gekk tilbaka í MR þá sá ég ekki betur en að allur skólinn hafi mætt! Það eru örugglega ekki færri en 6-700 krakkar!!!
Auk þess mættu örugglega flestir kvenskælingar á svæðið, skólinn verandi svona nálægt, og mér skildist að 8 troðnar rútur hafi komið frá Verzló og 2 frá MH.
Mér dettur í hug talan 1500, varla færri, í heildina…
Svei mér ef þetta voru bara ekki með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins!
Þessi ótrúlegi fjöldi krakka sem er dágóður hluti framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu bara hlýtur að hafa einhver áhrif á ákvarðanir stjórnvalda í þessum málum, er það ekki?

P.S. ég óska öllum þeim sem mættu til hamingju með þetta frábæra framtak!
For those about to rock I salute you!