Finnst þér að leyfa ætti Hvalveiðar
* Já, afhverju ekki er ekki til nóg af þeim
* nei, alls ekki það er of brutal og hægt að ná í afurðirnar á siðlegri máta
* mér gæti ekki verið meira sama

Mín skoðun er að ekki eigi að leyfa hvalveiðar, en ekki vegna þessara raka. Ég finn ekki til með þeim hvölum sem eru veiddir frekar en kjúklingum, hins vegar orsaka hvalveiðar það að hvalir fara að forðast skip og báta, sem skemmir algerlega fyrir hvalaskoðun á Íslandi, sem fjöldi manns vinna við á Íslandi. Ég held að meira sé hægt að græða á að selja túristum hvalaskoðunarferðir heldur en að veiða hvalina, þó það verði ekki allt í krónum talið. Ég á þá t.d. við ímynd Íslands og aukinn túrisma almennt.

Svona kannanir sem leggja manni orð í munn finnst mér aldrei góðar; í könnunum á að vera pláss fyrir allar skoðanir!