Nú stendur til að dæma ritstjóra bandarísks fréttablaðs fyrir að þýða greinar frá Íran, Írak, Kúbu, Lýbíu og Súdan. Þessi lönd eru öll undir viðskiptabanni og samkvæmt nýjum lögum í BNA telst það þjónusta við þessi lönd að þýða greinar frá þeim og öll svoleiðis þjónusta er bönnuð. Refsiramminn er ansi stór og á hann á hættu í að lenda í 10 ára fangelsi. Hann gerði þetta reyndar viljandi til þess að ögra þessum lögum en hvað finnst ykkur um þetta? Maðurinn heitir Robert Bovenschulte og þið getið lesið meira um þetta á <a href="http://www.democracynow.org/article.pl?sid=04/02/24/1557214">Democracy Now</a