Nú hafa bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra lýst stuðningi við árás Bandaríkjamann inn í Írak. Þeir hafa reyndar ekki staðið frammi fyrir alþjóðasamfélaginu og gert þennan óskunda en hafa þó gert sig líklega til þess.
Ef út í það fer þá er ég farinn að halda að ríkisstjórnin sé að taka enn eitt skrefið í átt að fasisma. Þeir byrja á falun gong meðlimum og fólki af asísku bergi brotnu, og nú er hugsanlegt að kjörnir fulltrúar okkar á alþjóðavetvangi, munu lýsa yfir stuðningi sem er þvert á vilja þjóðarinnar. Eða er það ekki rétt að þegar gerð var skoðanakönnun um hvort að Íslendingar væru hlynntir árásum, þá var meirihluti þjóðarinnar afstöðulaus eða á móti árás? Ef verðbréfamiðlarinn minn kaupir fullt af bréfum í DeCode gegn vilja mínum, þá rek ég hann. Það sama ætti að gilda um þá sem segja eitthvað fyrir hönd þjóðar sem er alls ekki í samræmi við skoðun þjóðarþegnanna.
Nú er lýðræðið að hverfa og þingræðið að daprast. Verður Ísland mikið skárra en Írak eftir 50 ár? Jú að sjálfsögðu verður það það, en ekki væri verra ef valdið færi í hendur manna sem ekki taka sér einræðisstjórn Saddams til fyrirmyndar.