Hryðjuverk framtíðarinnar Mig langar svolítið að skoða gamalt og þreitt rifrildi frá öðru sjónarhorni. Ég á eflaust eftir að sjá eftir því um leið og ég ýti á senda, en hvað um það. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að margir hér inni hafa ansi sterkar skoðanir á atburðum, s.s. Ísrael/Palestína, USA/Afganistan o.þ.h.

OK, ég verð alveg örugglega skotin í spað af hugurum fyrir að segja þetta en af hverju ættum við ekki að refsa þeim ríkjum sem styðja hryðjuverk? (og ekki segja að Yasser Arafat styðji ekki hryðjuverk það er gömul og þreitt lumma). Ef t.d. Palestína fengi frelsi í kjölfar þess að stunda ekkert nema hryðjuverkaárásir, hvaða skilaboð eru það til annara hryðjuverkasamtaka? “Hei við erum kúguð fremjum fjöldamorð og helst eins marga óbreytta borgara og mögulegt er. Það virkar”. Er t.d meiri eymd í Palestínu og Afganistan í dag en var á Íslandi fyrir ekki meira en c.a. 100 árum. Hvað drápu Íslendingar marga til að losna undan KÚGUN Dana?? Mín persónulega skoðun er þó sú, að margir noti það sem afsökun að landið þeirra sé kúgað, til þess að svala morðlosta sínum. Ekkert annað, engin djúpur eða ‘patriotic’ tilgangur (ef e-r gæti reddað mér íslenska orðinu yfir patiotic þá væri það vel þegið :þ ).

Mín pæling er sú, að ef við ætlum að horfa lengra en bara á einstök stríð, horfa til framtíðar, þá verðum við aðeins að stoppa og hugsa. Er t.d. tilgangurin með fangelsum ekki öðrum til aðvörunar. Þ.e. ef þú fremur þennan glæp þá lendir þú í steininum og færð engar 20.000 krónur þegar þú ferð yfir byrjunarreitinn. Ef menn fremja glæp, og það er sagt, ojæja, það er ‘skiljanlegt’ (eins og einhver hér inni orðaði það svo pent) þá er engin ástæða fyrir næsta mann að fremja ekki hinn sama glæp. Þ.e. ef þér er ekki refsað fyrir það, er ekkert sem stoppar þig í því að framkvæma það.

Þær spurningar sem brenna á vörum mínum eru helst:
Viljum við búa í heimi þar sem meiri líkur eru á því að hryðjuverkamenn, Fjöldamorðingjar, fá sínu framgengt eftir því sem þeir drepa fleiri saklausa borgara. Viljum við búa í heimi þar sem engin er öruggur af því að jón úti í bæ, sem kann að búa til sprengjur, fær ekki það sem hann vil?

Ath. Þetta eru eingöngu vanhugaðar pælingar manneskju sem skilur ekki fólk sem getur skaðað, limlest og drepið annað fólk án þess að blikna (og heldur því reyndar fram að þetta sé e-ð sem venjulegt fólk fær ekki skilið). Vinnsamlega hafið það í huga áður en þið hefjið skítkast :þ

kv.
Fairy