Mér er algerlega ofboðið varðandi þessa umræðu um nauðgunarmál í kringum þessa Verslunarmannahelgi, eru nauðganir einu ofbeldismálin sem má ræða, hvað ef menn limlesta aðra, er það ekkert mál ?

Flytja þurfti einn til Reykjavíkur eftir áras í Vestmannaeyjum og mér skilst að árásarmaðurinn sé einn af góðkunningum bæði löggu og Séð og Heyrt ! Þetta fær enga umfjöllun, bara skal rætt um nauðgunarmál,annað ofbeldi skiptir ekki máli, er það kannski af því að það eru karlar að lemja á kynbræðrum sýnum ? Þá kemur upp í hugan orðið “jafnrétti” getur verið að þessi umræða sé tengd “jafnréttisbaráttuni” þ.e. þessi sífellda kúgun á konum sem heyrist í síbilju í fjölmiðlum, sérlega á RUV ?

Þessi umræða er farin að minna á Galraofsóknirnar eða annan heilaþvott, eru nokkrar konur í samtökum sem sérhæfa sig í þessum “fræðum” orðnar handhafar sannleikans í þessu og ef þær eru ekki á staðnum þá er bar verið að ýta undir nauðganir eins og í Vestmannaeyjum ? Þetta er er hreinlega orðið sjúklegt og þessar konur velta sér upp úr þessu og þær geta treyst því að eitthvað sem hefur fylgt mannkyni frá upphafi verður ekki stöðvað og þar með geta þær fengið tilgang í líf sitt um komandi ár !

Staðreyndin er að þessi umræða er hluti af feminískum áróðri, þrælpólitíkst og til að ýta undir það að karlmenn séu sífellt að kúga konur.

Nauðgun er eins og morð segir þetta öfgafólk, og gerir um leið lítið úr fórnarlömbunum, gefið er í skyn að ekki sé hægt að ná sér eftir þessa reynslu ! Það er móðgun við þetta fólk og líka við aðstandendur þeirra sem hafa verið myrtir ! Þetta er farið að minna á stjórnmálaöfgar Nasisma og Stalínisma, ef þú ert ekki sammála þá ertu óvinurinn !