Þessi grein hefði alveg getað heitið “Grafskrif Huga” þ.e. það er ekkert að gerast hér lengur, varla verið skrifuð grein hér í Desember svo ég skelli þessari inn að ganni, og þó hún sé ekki merkileg þá er ekki beint verið að slást um plássið hér.

En að efninu, haldið þið að mótmælin fari aftur í gang í Janúar þegar gleði og annríki Jólanna líkur og “fjárhagsleg þynnkan” versnar enn og líklega atvinnuleysið líka. Verður aukin örvænting og kannski alger uppgjöf hjá fleirum og eina leiðin til að fá útrás er að fara í mótmæli, eða munu menn bera harm sinn í hljóði ?

'Eg held að marga klægi í fingurna að byrja aftur alvöru mótmæli og kannski ekki endilega þetta fólk sem á virkilega erfitt heldur frekar ungt “öfgafólk” og götulíður í bland, en hvar ætli Sturla “lúður” sé núna ?

Það væri hressandi að fá alvöru mótmæli aftur það er kominn tími til að koma þessari stjórn frá, en ég vorkenni að vísu löggunum sem þurfa að vinna við að halda líðnum í skefjum, þannig vonast maður að verði ekki ofbeldi.

En það var í raun ótrúlegt hvað fólk komst upp með í mótmælunum í byrjun árs, t.d. að leyfa opnum bálkesti að brenna við hlið Alþingis er skandall, kæra ætti stjórn Slökkviliðsins fyrir að að bregðast algerlega í þessu.En mér skilst að þeir hafi ekki treyst sér í slökkva í kestinum af þvi að þá væru þeir að taka afstöðu til mótmælanna, þvílíkt kjaftæði, þetta eru gungur sem sinntu ekki skyldu sinni og ættu að fara fyrir dómara.

En semsagt væri gaman að heyra hvað fólk heldur um framtíðina í mótmæla málum.