Heimdallur vs hinn frjálsi fjölmiðill? Ég veit ekki með ykkur, en mér hefur fundist sem heimdellingar(eða hvað þeir nú heita) hafi ekki talað um annað síðustu árin en “persónufrelsi”, “mikilvægi frelsisins”, “mikilvægi frjálss fjölmiðills”, “skoðanna frelsis”, “athafna frelsis” og ég veit ekki hvað og hvað. Því kom það mér frekar mikið á óvart þegar að þeir sjálfir fóru að berjast GEGN hinum frjálsa fjölmiðli á dögunum.

Já þannig er nefnilega mál með vexti að ég kíki oft á síðu eins heimdellings, hans sævars(saevar.com aka kroni kapitalsiti), en hann er einmitt penni á frelsi.is). Þó ég sé ekki sammála manninum í skoðunum þá er oft skondið að skoða síðuna hans. Hann gerir oft skopmyndir af stjórnmálamönnum annaraflokka, tekur myndir af netinu og “breytir þeim eftir eigin höfði”, tekur klámmyndir og lætur hausinn á kolbrúnu haldórs á og svo framvegis, allt gott og blessað með það. Hann gerir þetta í skjóli “frelsisins”.

Þessvegna kom það mér frekar mikið á óvart þegar hinn sami sævar fór með hótanir um lögsókn í gær. Hann fyrir hönd sinna manna(frelsi.is og heimdalls áætla ég) hótaði að siga lögfræðingum á hinn frjálsa fjölmiðil(www.rokbrot.cjb.com) vegna myndar sem birtist á þeirri síðu í tilefni afmælis heimdallar. Þar birti einn penni Rökbrota og rökleysu merki heimdalls einsog “hann hafði breytt því eftir eiginn höfði”(svona líkt og sævar gerði með myndirnar á sinni síðu). En allt kom fyrir ekki, EKKI mátti hinn frjálsi fjölmiðill gera þetta, þarna voru myndbreytingar allt í einu orðnar lögbrot og brot á “höfundarrétti”(eru þá ekki myndirnar á heimasíðu sævars það líka???).

Að mínu mati er þetta verulega þversagnakennt, segja eitt einn daginn, vera rosa hlynntur frelsi og öllu því. En segja allt annað hinn daginn um leið og einhver annar ern “sjálfstæðismaður” fer að nýta sér frelsið.

Hvernig er það með heimdellinga(eða hvernig sem þetta beygist) vilja þeir frelsi fyrir alla eða frelsi fyrir útvalda?