Nú er svo komið í íslensku þjóðfélagi að það þolir ekki lengri setu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Engin samstaða er í ríkisstjórninni út af Samfylkingunni vegna gaspurs um kosningar og innbyrðis gagnrýni og almennu afturhaldi í mikilvægri ákvörðunartöku!!
Sjálfstæðisflokknum ber nú að slýta þessu dauðadæmda “samstarfi” og ganga til samstarfs við Framsóknarflokkinn og Frjálslynda flokkinn.
Í raun hefði átt að gera það strax eftir kosningar 2007 að fá Frjálslynda inn í farsælt samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.
Þessi þrjú þjóðlegu öfl þurfa að vernda Ísland fyrir rauðu hættunni og halda krónunni!
En ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn setja ESB-aðild á sína stefnuskrá má gleyma þessu. Gerist það á Davíð Oddsson að ganga í Frjálslynda.

Svona ráðherraskipun vil ég sjá:
Forsætisráðherra: Björn Bjarnason (D)
Utanríkisráðherra: Valgerður Sverrisdóttir (B)
Fjármálaráðherra: Sigurður Kári Kristjánsson (D)
Viðskiptamálaráðherra: Siv Friðleifsdóttir (B)
Samkeppnismálaráðherra: Geir H. Haarde (D)
Heilbrigðis - og velferðarráðherra: Ásta Möller (D)
Iðnaðarmálaráðherra: Kristján Þór Júlíusson (D)
Menntamálaráðherra: Jón Magnússon (F)
Félagsmálaráðherra: Kristin H. Gunnarsson (F)
Landbúnaðar - og landsbyggðarráðherra: Guðjón Arnar Kristjánsson (F)
Sjávarútvegsráðherra: Grétar Mar Jónsson (F)
Umhverfisráðherra: Eygló Þór Harðardóttir (B)
Dóms - og kirkjumálaráðherra: Höskuldur Þórhallsson (B)

Eins og sjá má eru miklar mannabreytingar í Ríkisstjórninni en Björn Bjarna verður Forsætiráðherra enda best að hafa reynsubreynslubolta í því að mínu mati. Svo eru tvö ný ráðuneyti: Samkeppnismálaráðherra og Landsbyggðarráðherra. Beggja er þörf og ekki síst landsbyggðarráðherra á þessum síðustu og verstu tímum!
.