Það kemur málinu bara helling við. Fólk alls staðar hefur verið að viðurkenna það og einnig hefur ríkistjórnin gert það óbeint (veit ekki hvort hún hafi gert það beint). Horfðu á bankana hvað þeir voru stórir miðað við höfðatölu og má einnig geta að Kaupþing er/var stærsti banki í heimi miðað við höfðatölvu og hefur útrásin t.d. hjá bönkunum verið gríðarleg. Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá er stærðin á bönkunum okkar helsti ókostur og hefur það verið það helsta sem gerir það að Ísland stendur verr en aðrar þjóðir. Það þýðir náttúrulega að hin mikla útrás hefur fellt okkur. Þetta viðurkenna margir hagfræðingar. En útrásin nær til fleiri fyrirtækja en bankanna. Reyndu líka að pæla að hefðu bankarnir ekki verið einkavæddir værum við í miklu betri stöðu. Þá væri ekki þessi eins mikil græðgi og þá væri heldur ekki teflt svona djarft.
Það er rosalega létt að hljóma gáfulegur reiður vinstri maður líkt og Steingrímur er búinn að gera núna í of mörg ár.
Eins og þú segir þá er það mjög létt.
sem þýðir í raun að það er ekki einkavæðing heldur rangar RÍKISÁKVARÐANIR sem eru vandinn
Reyndar var það Davíd Oddsson sem barðist hart fyrir einkavæðingu bankanna svo þetta er samspil og þú þarft að fatta að ef þetta er svo miklu ríkinu að kenna þá er það mikið útaf ákvarðanna um einkavæðingu. Reyndu aðeins að pæla í þessu og það er aldrei neinum einum að kenna í svona máli.
Rétt eins og í Kreppunni miklu þá er það núna Seðlabankinn sem er að fokka íslandi upp.
Það getur vel verið þitt álit en þú getur ekki kallað það staðreynd eins og ég get ekki kallað blýant strokleður og kallað það staðreynd þó ég hef rök! Síðan skaltu líka íhuga það að þú veist ekki allt hvað gerist í Seðlabankanum og þú veist ekki allar upplýsingar og kannski útaf eitthverjum upplýsingum sem þú veist ekki um tók Seðlabankinn ákvörðun um eitthvað eða gerði eitthvað sem aðrir sem vita ekki þessar upplýsingar eru að kalla Seðlabankann, bankann sem er að fokka Íslandi upp. Ég er samt ekki að verja Seðlabankann og það getur vel verið hann hefur kannski ekki gert allt alveg rétt.
En eins og þú segir þá er auðvelt að kenna eitthverjum um en þú þarft að hafa rök og
allar upplýsingar. Pældu aðeins í þessu