Sælir Hugarar

Fyrir rúmum sólarhring horfði ég á ræðu Geirs H. Haarde þar sem hann lýsti yfir því að Ísland sé á barmi gjaldþrots. Margir eru sökudólgarnir og það er ljóst að stór hluti ábyrgðarinnar fellur á bankana og eigendur þeirra. En allavega helmingur sakarinnar fellur á þá sem stóðu að baki hinnar heimskulegu gjaldeyrisstefnu Íslands.

Æðsti ráðamaður seðlabankans og helsti verjandi stefnunar sem leyfði að spilað væri með íslensku krónuna af erlendum og innlendum auðkýfingum er Davíð Oddsson. Þessi maður ber ábyrgðina og ætti að axla hana.


Fagmennska

Allir erlendir seðlabankar eru reknir af fagmönnum. Það er að segja hagfræðimenntuðum mönnum sem ekki endilega hafa pólitískan bakgrunn heldur hafa einfaldlega sérhæft sig í gjaldeyrisviðskiptum. Hagfræðingar ættu að vera í æðstu stöðum seðlabankans ekki pólitíkusar sem geta ekki fengið sig til að hætta og draga sig í hlé.

Í gær stuttu eftir ræðuna stofnaði ég undirskriftasöfnun sem skorar Davíð Oddsson á að segja af sér. Á rúmum sólarhring hefur tekist að afla 574 undirskrifta, sem jafngildir að rúmlega 20 manns skrifi sig á listan á klukkutíma fresti.

Það er ótrúlegt í ljósi þess að listinn hefur aðeins hingað til verið auglýstur á Huga og Facebook.

http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?fab423

Ef þið eruð sammála mér í því að Davíð ætti að segja af sér og nýr maður ætti að taka við farið þá á linkinn og skrifið undir. Við stefnum á að ná upp í 5000 í þessari viku og ef það heldur áfram svona þá mun það takast.

Kær kveðja