Þetta mál á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna er eitt mest umtalaða mál, hvert sem maður kemur, hér á huga virðast alltaf vera að koma inn nýjar greinar, mig langar að segja mitt álit og nokkrar staðreyndir.
Ísraelsmenn yfirgáfu “sitt land” fyrir 2000 árum og byggja þeir kröfur sínar á Ísrael meðal annars á því að þá hafi mikill fjöldi gyðinga búið þar og að þeir hafi fengið landið í gjöf frá guði. Ég er alveg 100% ótrúuð manneskja og finnst krafan um landið vegna þess vera alveg geggjuð, en ef ég hugsa aðeins um hvernig væri ef ég virkilega trúði á guð. Gaf þá guð gyðingum landið að eilífu, var hann þá ekki að ætlast til þess að þeir yrðu kyrrir á sínu landi? Ef mér er gefið sjónvarp og ég skil það eftir úti á götu í 2000 ár, get ég þá ætlast til þess að ég eigi það ennþá þegar ég vil það aftur? Kannski ekki besta lýsingin en pæliði í því.
Önnur rök sem komið hafa eru þau að Palestínumenn hafi ekki fest sér rætur í landinu… Við höfum búið á Íslandi í 1128 ár, höfum við ekki fest rætur? Væri í lagi að kippa okkur burt og segja okkur að flytja af því við höfum í rauninni ekki fest hér rætur? Hvað ef við mundum segja við Bandaríkjamenn, hey við komum hingað fyrst, við eigum landið, drullið ykkur burt! Væri ekki horft aðeins öðruvísi við því? Ja, við getum nú bara horft á innfædda, þetta er í rauninni þeirra land, og hvað fá þeir?
En aftur að málinu með guð, eina ástæðan fyrir því að það sé talið raunhæf krafa er sú að hún er í Biblíunni, ef hún væri í Kóraninum væri litið á hana sem bull, því kristið fólk er í meirihluta í hinum vestræna heimi.
Eina ástæðan fyrir því að Ísraelar fái að leyfa sér þetta eru Bandaríkjamenn. Gyðingar í Bandaríkjunum eru margir hverjir háttsettir og mjög ríkir, auðvitað vilja stjórnvöld þar gera þeim gott. Eina ástæðan fyrir að enginn annar gerir neitt í málinu eru, aha you guessed it, Bandaríkjamenn. Enginn vill þá á móti sér og svo hafa þeir þetta skemmtilega neitunarvald hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er náttúrulega bara algjört bull.
Saga Palestínu er svona í stuttu máli, samfelld byggð hafði verið þar í um fjögur þúsund ár þegar gyðingar réðust inn í Palestínu, þar réðu þeir í aðeins fáeina áratugi og dreifðust svo um allan heim en hafa síðan þá verið í miklum minnihluta í Palestínu en þó án nokkurra hamla. Líklega væri ekkert vitað um það nema vegna Biblíunnar. Frá því um meira en 2700 ár og fram til um miðja seinustu öld var Palestína búsett af öðrum. Gyðingar gerðu ekki neina kröfu til Palestínu fyrr en nokkrir evrópskir gyðingar stofnuðu hreyfingu síonista rétt fyrir aldamótin 1900. Þá voru gyðingar ríflega 5% íbúanna. Þeim fjölgaði svo ört þangað til árið 1922 fannst Palestínumönnum að nóg væri komið en þá voru gyðingar 84.000 en Palestínumenn 700.000. 25 árum síðar vildu Sameinuðu þjóðirnar gefa gyðingum 52% alls lands í Palestínu þrátt fyrir að þeir væru innan við þriðjungur íbúanna. Arabar neituðu að fallast á það. Tæplega 20 árum síðar (1967) ræðu gyðingar allri Palestínu og meirihluti annarra íbúa landsins bjó í flóttamannabúðum.
Aðeins tæpur helmingur Palestínumanna býr nú í Palestínu undir stjórn Ísraelsmanna. Stór hluti þessa fólks hefst við í flóttamannabúðum. Hinn helmingurinn, 3,3 milljónir, býr sem flóttafólk í nálægum löndum. Þeir flóttamenn hafa fyrirgert rétti sínum til að búa í Palestínu að sögn gyðinga með því að yfirgefa heimili sín. Þetta hefur ýmsum þótt fremur ósanngjarnt af hálfu fólks sem var fjarstatt í 2000 ár.
Í árslok 1991 höfðu 28 ísraelskir hermenn og 12 aðrir gyðingar fallið fyrir Palestínumönnum en 663 Palestínumenn verið drepnir af Ísraelsmönnum. Um mitt ár 1993 var tala fallinna Ísraelsmanna komin í 140 en þá höfðu rúmlega 1100 Palestínumenn fallið.
Just ask yourself: WWCD!