Áður en þið lesið áfram, lesendur góðir, vil ég benda ykkur á að þessi pistill er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Ef þér eruð viðkvæmir , ekki lesa áfram….

Þannig er nefnielga mál með vexti, að úti í samfélaginu deilir fólk hart um það hvort að loftárásir Bandaríkjanna séu réttlætanlegar, fólk er ýmist á með eða á móti, styður þær eða ekki og er karpað mikið um þetta á kaffihúsum borgarinnar. Þeir sem styðja árásirnar segja ekkert annað hægt að gera, ekki megi leyfa bin Laden og öðrum “terroristum” að ganga lausum, en þeir sem á móti eru segja “en þeir eru að drepa saklaust fólk”.

Án þess að kafa neitt dýpra í málið langar mig að spyrja að einu, er ekki stríð í gangi? notar fólk ekki sprengjur í stríði? deyr ekki ALLTAF saklaust fólk, konur(skil ekki afhverju þarf alltaf að taka konurnar sérstaklega fram, einsog það sé eitthvað verra að drepa þær en karla, ekki kalla ég það réttlæti og jafnrétti) og börn í stríðum? Langar að vita, þið sem eruð á móti árásum bandaríkjamanna, hvað finnst ykkur um árásirnar á Þýskaland í seinni hamstyrjöldinni? Er ekki talað um frelsun Þýskalands? Getum við þá ekki alveg eins talað um frelsun Afghanistans?

Skrítið hvernig fólk getur ekki verið samkvæmt sjálfu sér, það var í lagi að “frelsa Þýskaland” sprengja þar mann og annan, en það er ekki í lagi að sprengja Afganistan. Ég spyr hver er munurinn? Hversvegna á ekki jafnt um alla að gilda?

Nei, bara smá vangaveltur í gangi. Styð sjálfur ekki árásir BNA á Afghanistan er á móti þeim en ekki vegna þess að “þeir eru að drepa saklaust fólk, konur og börn”. Ég er á móti þessu, því ég er á móti heimsvaldastefnu bandaríkjanna og á móti stríðum yfirhöfuð. Ef einhverjum er að kenna um þetta stríð þá er það bandaríkjamönnum, þeir þjálfuðu bin Laden og menn hans á sínum tíma. Þeir studdu, hjálpuðu mönnum bin Laden og Talíbönunum á sínum tíma. Þá börðust þeir GEGN norðurbandalaginu. Núna hefur dæmið snúist við, nú styðja þeir norðurbandalagið GEGN ÞEIM sem þeir studdu áður. Meikar það sens? NEI! Getum við verið örugg um að það sama gerist ekki aftur eftir nokkur ár , að það brjótist út annað stríð, Talíbanar komist aftur til valda og að bandaríkin muni þá styðja þá til valda. NEI! Við vitum ekkert um það! Getum ekki treyst á neitt!

Kanarnir hafa nefnilega oftar en einu sinni skipt um skoðun, þeir studdu Hussein til valda, en fóru svo á móti honum þegar kúvætar buðu texaco hlutdeild af olíulindum sínum. Þeir studdu einsog áður sagði bin Laden til valda og þjálfuðu hann. Þeir studdu Milosevich til valda, en fóru svo á móti honum. Þeir studdu Castro til valda en fóru svo á móti honum , studdu Gaddafi í Líbýu og síðast en ekki sýst studdu þeir sjálfan Pinochet til valda. Á ég að treysta mönnum sem gerðu þetta allt, á ég að treysta þessari rosa “góðu” stjórn norðurbandalagsins sem þeir komu á? Hvernig get ég það? Hvernig get ég annað en verið svolítið paranoid í garð þessarar stórnar sem þeir hafa komið þarna?

Eru þeir ekki bara að fara í stríð til þess að skipta um stjórn, til þess að búa til óvin fyrir næsta stríð? Er það ekki það sem þeir hafa verið að gera? Búa sér til óvini til þess að geta fara í stríð á nokkra ára fresti. Eða er það kannski tilviljun að alltaf þegar það verður örlítill samdráttur í kaupæði kana eða þegar að stuðningur við vopnafrumvörp og hernaðarlög minnkar þá fara þeir í stríð? Er það tilviljun að alltaf þegar að fólk missir smá trúnna á kerfið þeirra, kaupir minna(samdráttur verður einsog áður segir) að þá fara þeir í stríð? Auka á þjóðerniskennd fólksins, sýna þeim að með þessum “frábæru” og “æðislegu” vopnum fremja “strákarnir þeirra”(hermennirnir) “góðverk” og “frelsa” heiminn, “bjarga” heiminum frá “illum” öflum. Auka þannig stuðning þjóðarinnar við herinn, vopna framleiðslu og allt í kringum hann. Tala nú ekki um að þetta eykur trú þjóðarinnar á efnahagskerfið, fær þjóðina til að spreða peningum í stór fyrirtækin sem styðja kosningabaráttu bandaríkjastjórnar. Stór fyrirtækin sem borga skatta til ríkisins. Því AUÐVITAÐ getur ekki verið annað en “frábært” efnahags ástand í landinu sem er að hjálpa öllum, frábæra landi tækifaranna og “góðverka”.

Ég er löngu hættur að taka mark á þeim könum(bandaríkjastjórn), löngu hættur að hlusta á þá, hvað er “gott” og hvað er “illt”. Ég treysti ekki þessari stjórn þeirra, ekki neinni af þeim stjórnum sem þeir koma á. Ég fordæmi árásir þeirra, vegna þess að mér finnst þeir ekki hafa rétt til þess að ákveða hvað er illt og hvað er gott. Hver færði þeim þetta vald? Ég held að það sé kominn tími til að minnka völd bandaríkjanna, taka af þeim þessi ofurvöld sem þeir hafa í NATO, taka af þeim neitunarvaldið í SÞ. Því að þeir gera ekkert nema fara sjálfum sér og öðrum(heimsbyggðinni) á voða með þessum endalausu skoðana skiptum sínum.