Hefur einhver hugleitt hver þau skilaboð við erum að
færa börnum okkar varðandi það að hinn sterki sé bestur
í krafti peningalegrar stöðu, kynbundinnar eða
stéttarlegrar menntunarstöðu, ellegar einungis í krafti
yfirburða aflsmuna, þar sem það færist í vöxt að
ofbeldisverk og þar af leiðandi líkamsmeiðingar séu
lítt eða ekki metin til glæpa í voru réttarkerfi.

Það er hörmulegt til þess að vita að ofbeldi gegn konum
og börnum er nú talið eitt alvarlegasta
heilsufarsvandamál í veröldinni, sem aftur má telja sem
afleiðingu þess hve mjög þjóðir heims virðast tilbúnar
til þess að sætta sig við að slíkt sé hluti af mannlegu
samfélagi.

Ég held að raunin sé sú að þetta atferli gangi á skjön
við flest trúarbrögð í veröldinni, þannig að aftur má
spyrja hvort þjóðir heims hafi almennt færst frá iðkun
sinna eigin trúarbragða.

Svokallaðar “ siðmenntaðar ” þjóðir eru ef til vill
ekki að fást við færri ofbeldisglæpi gegn konum og
börnum, en þjóðir sem enn hafa ekki skrifað hátt
réttindi kvenna og þar með talið barna.

Ég skoðaði einhvern tímann heimsíðu sem finna má á
netinu undir leitan í Domestic Violence, the Facts, (
heimilisofbeldi ) þar sem fullyrt er að á 15 sekúndna
fresti sé ein kona barin af karlmanni, í heiminum.
Ef svo er er það ömurleg staðreynd, hreint og beint til
að vita
og vekur umhugsun af því tagi sem ég hef hér sett
fram.
Tilefni þessara vangaveltna minna er hins vegar
blaðagrein sem ég las, þar sem stofnfundur UNIFEM á
Íslandi var boðaður, en þau samtök byggja á alþjóðlegum
grunni að segir, til þess að sporna við þróun sem
þessari þ.e. að konur og börn þurfi að búa við ofbeldi
hvers konar.
Ég fagna komu þessara samtaka til Íslands og vona að
þau hin sömu hafi áhrif á þróun mála hér á landi, sem
annars staðar, hvað varðar t.d. þyngri viðurlög við
ofbeldisbeitingu hvers konar, er valda kann annarri
manneskju líkamstjóni, en ekki hvað síst kunni að varpa
ljósi á vandamálin með því að taka þau til umræðu.

kveðja.
gmaria.