Courtney Love að hrauna yfir plötufyrirtæki nú til dags Sælt veri fólkið.

Okei nokkrir hlutir sem ég vil taka fram áður en ég byrja á umræðuefninu sjálfu.

Ég sendi þessa grein fyrst og fremst inn á Deigluna og sem grein(frekar en kork) því ég vildi láta hana vekja athygli og helst koma af stað góðri umræðu. Og svona í tilefni mikillar umræðu um SmáÍs og svoleiðis fyrirtæki(STEF t.d.) og hvernig þau eru að eyðileggja mikið fyrir listamönnum með því að taka af þeim peninga sem í raun listamennirnir eiga rétt á. Þessi grein fjallar um ákkurat það mál.

Margir hafa kannski lesið smá texta sem Dr. Gunni skrifaði um þetta mál og að þeir(STEF) væru bókstaflega að stela peningunum hans og framkvæmandi hluti að hans hálfu án hans samþykkis. Greinin er hér: http://www.this.is/drgunni/skiki10.html

Svo vil ég líka taka fram að ég er ekki fullupplýstur í þessu máli(reyndar minna frekar en meira upplýstur to be exact) og tek ég einstaklega vel fram að ég veit ekki hve mikinn sannleik er að finna í eftirfarandi ræðu(linkur neðst), mér fannst efnið samt áhugavert og vil ég skapa umræðu út frá því. Ég vil sjá hvað ykkur finnst varðandi þetta. Ég tel Courtney vera ágætlega sannfærandi í ræðunni og reis hún aðeins í áliti hjá mér eftir lesturinn. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir okkur að vera vör við þetta málefni, sérstaklega okkur tónlistarfólkið.

Flestir vita að Radiohead gáfu út nýju plötuna sína ‘In Rainbows’ á netinu, það má vel vera að þetta málefni hafi að hluta til komið því af stað. Þeir töluðu um að þeir höfðu gert þetta að hluta til til að koma plötunni sem fyrst út til hlustenda en einnig því þeim fannst þeir verða að prófa þetta og sjá hvort að þetta myndi virka. Á fyrsta deginum seldu þeir 1.2 milljónir plata.

Og jájá ég veit að þetta er skítgamalt en hverjum er ekki sama, þetta vakti athyglina mína einhvern tímann um daginn og eru líkurnar á að þetta vekji athyglina annarra Hugara ágætar.

16. maí árið 2000 var Courtney Love stödd í New York. Kona sem mjög mjög margir hata og fyrirlíta. Ekki aðeins er hún sökuð um að hafa drepið fyrrverandi kærasta sinn, söngvara og lagahöfund hljómsveitarinnar Nirvana, heldur hefur hún líka margoft komið illa fram í fjölmiðlum vegna dópnotkunnar og aksturs undir áhrifum. Alls konar samsæriskenningar hafa komið út gegn henni en aldrei hefur neitt verið sannað = hatur.

Jæja, hún var þar stödd til að flytja ræðu á ráðstefnu Digital Hollywood online entertainment. Ræðu um hvernig tónlistariðnaðurinn væri að þróast og hvernig plötufyrirtæki væru ekkert annað en djöfullinn sjálfur í augum okkar tónlistarmanna. Hún talar um hvernig þeir hafa enga virðingu og tilfinningu fyrir tónlist og hugsi aðeins um peninga. Það eru mörg góð dæmi þarna í ræðunni sem eiga við rök að styðjast.

Ég ætla ekki að skrifa einhvern heilan helling því þið eigið sjálf nóg eftir af lestri og skiptir engu hvað ég sjálfur skrifa, aðal punkturinn liggur í ræðunni. Ég hvet alla konur og kalla til þess að lesa þetta og taka þátt í umræðunni. Ef hún verður til hehe…

ATH. Þetta er heilmikill lestur, um 19 blaðsíður ef sett inn í Word. Þetta tekur smástund að lesa en geriði það að byrja bara, þetta er það áhugavert að maður hættir ekki fyrr en maður er búinn.

Linkur á ræðuna - http://cdbaby.net/courtney

Og endilega ef ég hef farið með einhverja villur hér í greininni þá vinsamlegast bið ég ykkur um að benda mér á þær án æsings og skítkasts.



Steinþór.