Sæl öll,

Ég vil gera það að tillögu minni að sigmaður bandaríska vanrnarliðsins, sem bjargaði skipverjanum af Svanborgu SH nú nýlega, verði sæmdur fálkaorðunni, eða annari opinberri viðurkenningu, fyrir björgunarafrek sitt og hetjudáð við hrikalegar aðstæður. Hann mun hafa lagt líf sitt í mikla hættu við björgunina og segja þeir sem séð hafa myndband varnarliðsins af björgunarafrekinu að ótrúlegt sé að þetta skuli hafa tekist.

Skipverjinn segir að þegar hann hafi séð sigmanninn síga til sín hafi hann ekki trúað eigin augum hvernig maðurinn hafi lagt í þetta. Sigmaðurinn segir ennfremur að hann hafi gert sér grein fyrir að þetta gæti hafa verið hans síðasta en hann hafi einfaldlega lítið hugsað um annað en að bjarga skipverjanum.

Þessi maður er hetja og er alger nauðsyn að honum sé sýnt með áþreifanlegum hætti að íslenska þjóðin kunni að meta framgöngu hans og afrek.

Kv.

Hjörtur J.
Með kveðju,