Ég skrapp til Reykjavíkur um helgina. Og þó að ég hafi ekki verið lengur í borginni en rúmlega sólahring þá tók ég alveg rosalega eftir því hvað mikið var af útlendingum – alls staðar! Og þá er ég ekki að tala um erlenda ferðamenn, heldur bara útlendinga sem búa og vinna hér.
Ég vil taka það fram að ég hef ekki neitt á móti útlendingum, alls ekki, en mér blöskraði fjöldinn.

Ég skrapp í Kringluna eins og maður gerir stundum þegar maður er í borginni. Og þá var td á matsölustöðunum á Kringlutorginu útlendingar í miklum meirihluta að vinna á þessum stöðum eins og McDonald’s og hvað þetta heitir allt þarna. En í fyrsta skipti þá sá ég Íslending ganga frá bökkum og þrífa borð þarna, hef alltaf séð sama manninn og sömu konuna alltaf þegar ég kem þangað en núna sá ég eina íslenska konu með þeim, og já, það kom satt að segja á óvart að sjá það..
Úr Kringlunni ætlaði ég að taka strætó niður á Lækjartorg. Þar sem ég kann ekkert á þetta strætó kerfi í Reykjavík og hef lesið margt slæmt um þetta kerfi, sérstaklega hér á huga, þá skoðaði ég bara kortið í skýlinu og nánast giskaði á vagn. Og fyrsti vagninn kom og ég spurði hvort hann færi á Lækjartorg eða Hlemm, og þar var útlendingur að keyra sem kunni varla stakt orð í íslensku. Hann skildi orðið Hlemmur og fór að reyna að útskýra (að ég held, skildi hann ekkert) hvert hann færi og hvaða vagn færi á Hlemm. Það litla sem ég skildi sagði mér að hann færi allavega ekki þangað sem ég væri að fara, svo ég beið eftir næsta vagni. Og hann kom nokkrum mínútum síðar og þá var reyndar Íslendingur að keyra svo hann gat sagt mér að hann færi á Hlemm og Lækjartorgið og þar. En svo í strætónum sjálfum þá var mest útlendingar ásamt nokkrum Íslenskum krökkum. Og maður heyrði nokkur mismunandi tungumál á þessum stutta tíma sem maður var í vagninum.
Svo fór maður úr á Lækjartorgi og ætlaði að finna Skífuna, og ég vissi auðvitað ekkert hvar á Laugarveginum hún var svo ég ætlaði að fara bara á einhvern veitingastað þarna nálægt til þess að spyrja hvar Skífan væri. Ég labbaði þarna inn á einhvern Ítalskan stað og þá voru þar inni mest útlendingar og bara útlendingar að vinna, og ég hugsaði með mér að þetta gengi nú örugglega ekki vandræðalaust og þar sem ég var að flýta mér plús það að það var grenjandi rigning þá fór ég á einhvern annan veitingastað þarna nálægt, og var allt yfirborð á honum rosalega fínt og greinilega ekki hver sem er sem getur borgað fyrir matinn þarna. Það var setið á nokkrum borðum, og mér sýndist það mest allt vera útlendingar. Ég labbaði að barnum og spurði þjóninn hvort hann vissi hvar á Laugaveginum Skífan væri. En nei, þjóninn kunni ekki eitt orð í íslensku og varð rosalega vandræðalegur og fór að tala eitthvað sem ég skildi ekki neitt, en það var samt greinilegt að hann skildi ekki hvað ég var að spyrja um. Þá kom þarna annar þjónn svo ég spurði hann. Hann kunni örlítið í Íslensku og gat leiðbeint mér svona að mestu og ég þakkaði fyrir mig og fann svo Skífuna á endanum.

En nú spyr sá sem ekki veit, er virkilega svona mikið af útlendingum í Reykjavík og á svona vinnustöðum? Það er alveg örugglega ekki heppilegt að keyra strætó eða vera þjónn á veitingastað og skilja ekki og tala ekki íslensku. Ég skil vel að þetta fólk þarf að vinna fyrir sér eins og aðrir og finnst það allt í góðu lagi og er alls ekki að setja út á það.
Og miðað við að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru um það vil 3.500 manns atvinnulausir hér á landi, og 6,9% fólks á aldrinum 16-24 ára atvinnulaust. En góðu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi fer snarminkandi svo ekki er hægt að kvarta yfir því.
En eru Íslendingar virkilega svo latir að vilja frekar sitja á rassgatinu og bíða eftir “draumavinnunni” heldur en vinna eitthvað sem þeim kannski líkar ekki en fá samt ágætlega borgað fyrir það og þá kannski ná sér í reynslu og svo framvegis fyrir “draumastarfið” sitt? Eða vantar kannski bara starfskrafta í fyrirtæki þarna á höfuðborgarsvæðinu?

Ég vil aftur taka það fram að ég hef ekkert á móti útlendingum á neinn hátt en ég bara tók svo mikið eftir þessu á þessum stutta tíma og fór mikið að pæla í þessu.

Engin skítköst takk, þetta eru bara pælingar..