Varnarmálaráðherra Japans var að segja af sér vegna ummæla sinna sem pössuðu ekki í “pólitíska rétthugsun” í Japan. Það sem hann vogaði sér að segja var að kjarnorkusprengjuárásir USA á Japan hefðu verið réttlætanlegar af því að annars hefðu fleiri týnt lífi vegna þess að heilaþvegin þjóðin hefði fórnað sér í tugmilljónatali við að verja landið og hugsanlega hefðu Sovétmenn blandað sér í málið með meiri hörmungum fyrir þjóðina. En þetta má ekki segja því að það er kominn einn “ákveðinn sannleikur” um málið.

En ólíkt Þjóðverjum þá virðast Japanir aldrei hafa verið krafðir um að bera ábyrgð á sýnum glæpum í Stríðinu, t.d. grimmdarverkum í Sjanghæ, hrottameðferð á stríðsföngum eða viðbjóðslegum tilraunabúðum í Harbin í Kína.

Og þó sé mjög umdeilt þá hafa leiðtogar Japans verið að heimsækja minnismerki um herforingja þeirra úr stríðinu sem báru ábyrgð á stríðsglæpum, nokkuð sem er óhugsandi í Þýskalandi. En svo má ekki segja að kjarnorkuárásir á landið hafi verið nauðsynlegar til að benda enda á árásarstríð Japana ?

Svokallaðir Íslenskir friðarsinnar hafa tekið þátt í þessum áróðri, ekki fyrir ást á Japan, heldur af hatri á USA í áranna rás. Þegar ég heyri um árlega kertafleytingu á Tjörninni sem á að vera til mynningar um fórnarlömb Hirosima þá sammast ég mín og veit að tilgangurinn er allt annar, nefnilega til að hatast við USA. Hvað ætli mörg ættmenna “mótmælenda” hafi haft viðurværi af veru Kananna hér ? Óhjákvæmilega mörg þar sem í langan tíma voru þeir aðal uppspretta erlends gjaldeyris og þar með var og er hræsnin aleger og til skammar.