Þú varst kölluð “white girl” í BNA og gerðir ekkert í því, en hvað gerðist ef þú kallaðir svarta stelpu “black girl” ? Allt yrði vitlaust en svo kalla svartir hvern annan “nigger” og stelpurnar “hoes” og það er allt í lagi af því að það er í þeirra hópi, hræsni eða hvað ?
Varðandi femínismann, nú er verið að tala um að setja lög eins og í Noregi um að það verði að vera jafnt konur og karlar í stjórn. Nú er ég með mjög lítið fyrirtæki með rekstur sem ég held að fáar konur hafi áhuga á, en svo var ég að hugsa ef svo það gerðist nú að það mundi vaxa hratt og verða stórt og ég fengi nú allt í einu bréf frá stofu jafnréttismála um að ég þyrfti að fá konu í stjórn ! Hvað mundi ég gera ? Jú ég fengi einhverja konu í fjölskyldunni til þess að gerast stjórnandi til að fullnægja “ríkinu” og hún þyrfti varla að mæta á fundi, þetta væri allt samið um. Er þetta af hinu góða fyrir viðskiptalífið ? Nei, en femínistunum er alveg sama um það, þær eru ekkert að spá í þarfir viðskiptalífsins, heldur framgang femínismans, sem er bara lúxus Vesturlanda !
Ég held að það ætti að gera út hópferðir fyrir femínista til ýmissa landa, það er nóg að fara til S-Evrópu en betra til Arabalanda eða Indlands og þá færu þær kannski að sjá að ástandið hér er ekki svo slæmt fyrir konur !
Tja, fannst ‘white girl’ ekkert móðgandi, enda er ég hvít, og jú, það var oft talað um þau sem ‘black guy/girl’ - n-orðið er það viðkvæma.
Ég er ekki fylgjandi því að konur fái störf án verðleika. Hins vegar er málið það, að þau mál sem komið hafa fyrir dómstóla vegna jafnréttismála eru mál þar sem konan er oft hæfari karlinum - manstu eftir Ólafi Berki?
Þegar kemur að einkafyrirtækjum á eigandinn þó alfarið að ráða.
Og ég vil halda femínistum enda bullandi femínisti sjálf, ekki annað hægt þegar maður er kona.
Hins vegar er hópur fólks, sem kennir sig við jafnrétti, en kennir jafnræði, og það eru tveir ólíkir hlutir - hópur sem vill koma konum í ýmis störf, en banna þeim að vinna önnur. Sá hópur hefur ekkert með femínisma að gera, enda öfgafullur hópur róttæklinga.
0
En þú svarar ekki þessu praktíska dæmi sem ég set upp það er einmitt það sem ég sé oft hjá konum sem ég tala um þessi mál við, það er ekki hægt að tala í rökum, bara tilfinningum og þær segja “En það á að vera réttlátt” ! Ég segi á móti (og meina það) það er óréttlátt að það fæðast fötluð börn en þú setur ekki lög um að eitthvað eigi að breytast á launamarkaði af því að þetta er markaður og þú gætir alveg eins sagt að þú ætlir að stjórna olíuverði ! Manstu eftir Sovétríkunum ? Þetta átti allt að gera og þú veist hvernig fór fyrir því og því miður finnst mér femínisminn í dag minna óþægilega á gamla “sovétismann” sbr.; þú átt að hafa þessar skoðanir af því að það er viðurkennd hugusn í dag. Maður sér hvernig fyrirmenn þjóðarinnar eru að burðast við að fylgja þessu en geta það ekki sem markaðsmenn og eru að drepast úr “frusterasjón” og tala um að þeir sem eru kostnir geti ekki gert að því að þeir séu karlmenn !
0