Jæja, loksins er búið að banna reykingar á skemmtistöðum og starfsmenn þar eru óhultir fyrir sígarettureyknum og bráðum bana af hans völdum… sama á við um þá gesti sem nauðugir voru dregnir þangað inn til að sitja í reyknum..

En þetta er bara byrjunin - það er nokkuð ljóst að stjórnvöld og stór hluti almennings eru sammmála um það að fólk er almennt ekki nógu vel gefið til að passa sjálft að það fari sér ekki að voða… ég ætla því að fara hér yfir fleiri hluti sem þarf að banna líka..

- Reykingar inni á heimilum fólks, þetta þarfnast engrar skýringar, reykingar eru óhollar og það er ósanngjarnt gagnvart þeim heimilsmeðlimum sem ekki reykja að sitja undir reykingum fólks

- Reykingar úti á almannafæri, einhver gæti óafvitandi labbað í gegnum reyk frá sígarettu reykingarmannsins og borið af því óbætanlegan skaða

- Bílar sem komast hraðar en 90 km/klst - 90 er hámarkshraði og meiri hraði lífshættulegur, algjörlega óforkastanlegt að selja hér tryllitæki sem komast hraðar en sá hraði sem keyra má á vegum landins

- Bílar sem menga - útblástur bíla getur valdið þeim sem fara sinna ferða fótgangandi eða á reiðhjólum í borginni óbætanlegum skaða í önundarfærum, það algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að kaupa sér ódýra íbúð nálægt stórum umferðargötum en fá ekki að hafa lungun á sér í friði þegar maður fer út og anga eins og púströr þegar heim er komið

- Bílar sem eyðileggja malbik - Svifryksmengun eykst ár frá ári með ófyrirséðum skaðlegum áhrfum fyrir þá sem eru á ferðinni úti í “ferska loftinu”

- Skíðaíþróttin - Þegar ástandið er þannig að það þarf að kalla út aukavaktir á slysdeild þegar það opnar í Bláfjöllum þá þurfum við að hugsa okkar gang

- Skynidbitar - Manneskja sem borðar 1-2 sinnum á dag á McDonalds getur ekki búist við að verða mikið eldri en 45-50 ára og sjúkdómar tengdir offitu draga fleiri til dauða á ári en sígarettur, öfugt við þá sem reykja þá fæða þessir skyndibitafíklar börnin sín svo á þessum óþverra með ófyrirséðum afleiðingum

- Mótorhjól - Eins og bílar sem komast yfir 90, bara hættulegri

- Fótbolti - Hvað ætli séu margir öryrkjar á íslandi eftir fótboltameiðsl?

- Störf á hárgreiðslustofum - Unnið með baneitruð efni hlífðarlaust allan daginn, fyrir utan varanlegan skaða sem starfsmenn hljóta vegna mjög lélegrar líkamsbeitingar sem starfið krefst

- Störf á réttingarversktæðum - Vitið þið hvað það eru mörg skaðleg efni í bílamálningu?

- Málarar - Sjá svar fyrir ofan

- Slökkviliðsmenn - Hlaupa aftur og aftur inní brennandi hús að hruni komin ???

Ætla að segja þetta gott í bili, en það er nokkuð ljóst að við eigum enn langt í land með að banna allt það sem fólk getur mögulega skaðað sig og aðra á .. og vil ég hvetja stjórnvöld til að setja á stofn sérstaka forræðishyggjunefnd til að halda utan um og safna upplýsingum um allt það í okkar daglega lífi sem getur valdið okkur skaða, svo hægt sé að banna viðkomandi verknað og þannig koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða….

Ég vil ekki lifa í heimi þar sem eitthvað sem gæti mögulega valdið mér óþægindum er leyfilegt skv lögum