Það er eitt sem hefur farið býsna mikið í mínar fínustu taugar hérna á hugi.is. Það er það að fólk vill að sé maður á móti þeirra skoðunum breyti maður hugsunum sínum og hafi sömu skoðanir og þetta umrædda fólk.

T.d er grein eftir mig á Alþingi. Sem er nú bara ágætt. En þar er ég að lofa Davíð Oddson og hans flokksfélaga og þá fæ ég fullt af fólki að segja að þða voni að ég vaxi upp úr þessu? Af hverju? Því þið eruð ekki sammála?

Ég hef kynnst þessu í real life líka, ef maður fílar kannski ekki Britney eða N*Sync þá er maður réttdræpur fáviti og fólk er ekki að spara að kalla mann það. Og ef karlmaður fílar þetta er hann gay. Af hverju er það þannig? Því sumir voða macho fíla þetta ekki?

Og hver ákveður hvað er rétt? Hver ákveður að það sé hommalegt að fíla Britney? Og hver ákveður að það sé cool að fíla Alien Ant Farm eða eitthvað álíka? ENGINN.

Myndið ykkar eigin skoðanir en ekki pína aðra til að hafa þær.

Kær kveðja,
-Eyrún-