Ég rak augun í þessa frétt hérna á textavarpi RÚV. http://www.textavarp.is/121/
Þarna kemur fram að kannabisefni séu miklu hættulegri en margir átta sig á. Stórblaðið Independent í Bretlandi biðst í dag afsökunar á að hafa barist í áratug fyrir lögleiðingu þess. Og virðist ástæðan vera sú að 22 þúsund manns í Bretlandi fóru í meðferð í fyrra útaf kennabisneyslu og næstum helmingur var yngri en 18 ára. Ég veit ekki betur en að það búi 60 milljónir manna í Bretlandi svo þetta er svo mikið sem 0.00037% af bresku þjóðinni. Þannig að ca 0.00018% yngri en 18 ára fóru í meðferð. Þetta jafngildir því að 111 manns af íslensku þjóðinni leiti sér meðferðar við kannabisneyslu á ári hverju. Og þar af rúmlega 50 unglingar. Ég skal alveg hengja mig uppá það að það eru mun fleiri sem fara í meðferð við áfengisneyslu. Kannanir hafa sýnt fram á að 4-6 milljónir Breta neytir kannabis einu sinni á ári eða oftar.

Svo voru þarna einhverjir “geðlæknar” og aðrir “sérfræðingar” sem segja að þessi skunkur sem á að vera einhver kannabisblanda sem er 25 sinnum sterkari en hass og maríúana sé jafn hættulegt og kókaín og heróín. Ég hef aldrei vitað til þess að skunkur sé eitthvað annað en venjulegt gras´, annað hvort er þetta á misskilningi byggt eða á fáfræði. Að einhver skuli setja kannabis í sama flokk og kókaín og heróín er algjörlega út í hött. Alveg frá upphafi mannkynsins hefur enginn dáið úr kannabisneyslu…ekki einn! Það deyja 3800-5200 manns árlega í Bandaríkjunum af ofskömmtun ólöglegra fíkniefna. Enginn hefur dáið úr kannabisneyslu enda benda rannsóknir til þess að þú þarft 1/3 af líkamsþyngd þinni til að deyja úr ofskömmtun. Við rannsóknir á magni banvæns skammts af völdum kannabis var rottum gefið allt að 3 grömm af hassi án þess að þær létust.

Það var enginn að segja að kannabis væri alveg skaðlaust enda er það ekki rétt en að vera að setja það í sama flokk og kókaín og heróín er bara fáfræði og ekkert annað. Kannabis er mun skaðminna en áfengi.

Mennt er máttur.