Fréttayfirlit dagsins. Ég veit ekki hvort þið hafið fylgst mikið með í fréttum í dag en margar af þeim komu mér svo sannarlega á óvart. Ég ætla ræða um nokkrar fréttir sem hljómuðu í fjölmiðlum landsins og fjalla þær svona mestu leiti um það sama. Þetta eru fréttir eins og: Tony Blair forsætisráðherra Bretlands ætlar að betrumbæta kjarnorkuvopn sín, Ummæli Kofi Annan og kosningarnar í Venusúela. En byrjum á Tony Blair og kjarnorkumálunum.

Tony Blair sagði í dag að hann ætli að leggja fram áætlanir um að koma kjarnorkuvopnum Bretlands yfir á nútímaform. Hann vill þó minnka kjarnorkuoddana um 20% eða frá 200 niður í 160. Einnig ætlar hann að kaupa sér nútíma kafbáta. Þetta mun kosta þá 20 milljarða punda eða 807,840 milljarða íslenskra króna. Blair talar um það að þetta sé útaf ógn frá Norður Kóreu og Írans. Talið er þessi tillaga verði samt samþykkt eftir nokkra mánuði.

Þá spyr ég. Er þetta ekki of mikill peningur lagður í að verja land sitt? Ég meina þetta er nóg til að fæða alla Afríku. Bretar þurfa ekki svona mikinn pening til að verja land sitt. Svo ef svo óheppilega og ótrúlega myndi gerast að Íran eða N. Kórea myndi ráðast á Bretland væru þeir þá tilbúnir að sprengja gat á heiminn til að verja sig? Mér finnst þetta frekar silly hjá þeim.

Ef við lítum á Bandaríkin og byssumál þeirra þá eru þeir aðins að kaupa skammbyssur til varnaðar. Morðin þar eru svo margfalt fleiri en í öllum löndum heimsins. Svona kerfi vill ég gagnrýna.

Önnur frétt kom í dag um umfjöllun Kofi Annan. Kofi Annan sagði einmitt að Írak væri öruggara undir stjórn Saddams Hussains heldur en er í dag. Annan sagði einnig að ástandið í Bagdad væri verra heldur en í borgarastríðinu í Líbanon. Hann vildi boða til alþjóðlegrar friðarráðstefnu en Talibani forseti Íraks neitaði. Annan vonaðist til að eftirmaður sinn gæri leist þetta vandamál en hann lætur að störfum eftir tæpan mánuð.

Merkilegt hvað Annan er harður af sér. Þetta hefur enginn þorað í raun að segja. Mouwaffaq al-Rubaie þjóðaröryggisráðgjafi Íraks neitar öllu sem Annan sagði. Hann talaði um að sameinuðuþjóðirnar hafi brugðist Íraks þjóð þegar Bandaríkin réðust inn. Þetta er auðvitað bara bull. Kofi Annan vildi leysa þetta án þess að fara í stríð. Svo hafa komið skýrslur um að ástandið hafi ekkert skánað heldur aðeins versnað. Ég, eins og Annan, óttast að Íraksstjórnin geti ekki leyst ágreninginn milli Súnníta og Síta hjálparlaust. Leiðinlegt ástand þarna á ferð.

Síðasta fréttin sem ég ætla aðeins að skrifa um og koma með skoðanir á er að Hugo Chaves var endurkjörinn sem forseti Venusúela. Chaves sem er mikill Marxisti segjir að nýjir tímar væru að rísa og stefnan væri tekin á Sósíalisman. Chaves nýtur gríðarlegs fylgis fátæka fólksins og fjöldi manns létu sýna sig þegar hann ávarpaði þjóðina eftir bráðabyrgðatalninguna í gær. Chaves hefur notað tekjur landsins til að rétta úr kútnum og fækka fátæktinni. Hann lýkti George Bush við djöfulinn sjálfan og lýsti Venusúela sem hlutlaust ríki. Bandaríkjastjórn telur Chaves vera hættulegan og boði illt fyrir Suður Ameríku.

Þessi maður Hugo Chaves er einn af þeim betri í dag. Hann hefur gert gríðargóða hluti fyrir land sitt og þjóð. Ég furða mig þó á ummælum hans gagnvart Bush en fáar þjóðir hafa farið svona langt. Þetta mun vera síðustu ár hans sem forseti en hann vill leggja fram frumvarp til að breyta þessum lögum svo hann geti verið forseti landsins lengur. Andstæðingarnir vilja meina að hann sé að verða einræðisherra en tjahh ég veit það nú ekki alveg.

Þessar 3 fréttir tel ég vera virkilega merkilegar. Endilega segjið ykkar álit á þessum fréttum. Myndin er af þeim félögum Hugo Chaves og Fidel Castro, miklar þjóðhetjur þar á ferðinni.
kv Heiðar

Heimildir: www.mbl.is, www.ruv.is, www.wikipedia.org mynd tekin af www.chaveshuga.com