Frábærir aðilar sem standa að grunni þessarar framúrskarandi ríkisstjórnar, Davíð Oddson, verðugur forsetisráðherra, fyrir utan að hann hætti til að fara á eftirlaun þingmanna sem eru æði kræsileg, og hver gat vitað að hann yrði svo heppinn að verða seðlabankastjóri og með eftirlaun þingmanna, yndislegt hvað hann er að græða. Frábært fyrir hann, hver er aftur forsetisráðherra já auðvitað Halldór Ásgrímsson. Nei bíddu, hann er líka hættur ? Ætli hann hafi ekki séð hvað Davíð hafði það gott á eftirlaununum, verst að hann dreif sig ekki til að vera með vini sínum í seðlabankastjórn. Geir H Haarde, sá er maðurinn sem er forsetisráðherra alveg rétt, en traust og góð ríkisstjórn sem við höfum haft á þessu kjörtímabili, yndislegt alveg hreint. Og frábært hvað hún studdi Bandaríkjamenn til stríðsins í Íraks, burt séð frá því hversu réttlætanlegt stríðið er, alltaf að styðja stríðshrjáða þjóð eins og BNA menn eru, þeir eiga það bágt svo þeir tóku sér það bessaleyfi að tala fyrir hönd þjóðarinnar og styðja þá. Burt séð frá því hversu hlutlaus við höfum alltaf verið í stríðsmálum ef góðu vinir okkar Bush og félagar ætla í stríð eiga þeir skilið að fá stuðning.

Leiðinlegt samt hvað forsetinn okkar góði var vondur við Davíð og félaga hér fyrr um árið, beitti neitunarvaldi gegn þeim þegar þeir ætluðu bara að gera lífið betra fyrir alla með fjölmiðlafrumvarpinu, eins gott að þeir létu það ekki fara í þjóðaratkvæði, jesus hvað það hefði verið slæmt fyrir þjóðina að þurfa að rísa upp og kjósa.

Frábærar virkjunaframkvæmdir, Kárahnjúkavirkjun blew us all away með fegurð sinni og mætti, og yndislegt hvað ríkisstjórnin okkar er yndislega góð við verlsings útlendingana sem ákváðu að setja upp álver hérna, þeir selja þeim raforkuna hræódýrt, burt séð frá því að Íslensk heimili eru að borga hvað mestan rafmagnsskostnað í Evrópu…

Frábært líka hvað ríku hafa orðið ríkari á meðan fátæku fátækari á tímum þessarar ríkisstjórnar, frábært hvað verðbólgan er næstum komin í tíu prósent, frábært frábært frábært…

Og svo nátturulega trompið í hendi ríkisstjórnarinnar sem tryggir þeim án efa farsælar kosningar, sem betur fer fyrir suma þá hækkuðu þeir launin hjá hverjum ? Já alveg rétt hjá sjálfum sér, ohh þau eru svo sæt… hverjum er ekki sama um kennara eða sjúkraliða það eru þingmenninnirnir sem eru að leggja mesta vinnuna í að gera lífið betra hjá okkur, endilega fáið ykkur meiri launahækkun, og guess what, þau þáðu boðið.

Og yndislegt að þeir hafi náð að reka herinn í burtu, fyrir utan það að þeir grátbáðu hann um að vera og samningaviðræðurnar enduðu með því að við þurfum að borga fokkin fimm milljarða því að Bandaríski herinn ákvað að fara, ekki því við fokkin rákum hann eða báðum hann að fara, nei hann ákvað sjálfur að pakka saman og drullast í burtu og skilja okkur eftir með að hreinsa svæðið. Yndislegt…. og samningaviðræðurnar gengu svo vel, segja þeir einu tveir menn þjóðarinnar sem vita um hvað það var, þeir vilja halda því fokkin leyndu hvernig þær fóru en meina hljótum að trúa þeim fyrst þeir segja að þetta hafi farið allt saman vel.


Svo er lengi hætt að telja upp fleira yndislegt stöff sem hefur komið frá ríkisstjórninni á þessari öld. svo í guðanna bænum þegar þið kjósið næst setjið X fyrir framan D. Guð veit að þeir þurfa á því að halda, ekkert vera að hugsa um framsókn þeir bjarga sér og ná alltaf rétt svo miklu fylgi til að styðja sjálfstæðismenn til ríkisstjórnar.

Ég er hættur allri kaldhæðni núna og vil benda fólki á að sjálfstæðiðflokkurinn og framsókn byrjðu þetta vel, gerðu marga góða hluti, en of miklu valdi í of langann tíma fylgir spilling við þurfum breytingu! Pólitík er hætt að snúast um fólk, þetta er orðið að sandkassaleik við þurfum breytingu í guðanna bænum gerið það sem ykkur finnst í hjarta ykkar vera rétt næst þegar þið kjósið.