Í Dómarabók 7, 20-22 (Herför Gídeons gegn Midíanítum) segir:

„Þeyttu nú flokkarnir þrír lúðrana og brutu krúsirnar, tóku blysin í vinstri hönd sér og lúðrana í hægri hönd sér til þess að þeyta þá, og æptu: “Sverð Drottins og Gídeons!” Stóðu þeir kyrrir, hver á sínum stað, umhverfis herbúðirnar, en í herbúðunum komst allt í uppnám, og flýðu menn nú með ópi miklu. Og er þeir þeyttu þrjú hundruð lúðrana, þá beindi Drottinn sverðum þeirra gegn þeirra eigin mönnum um allar herbúðirnar, og flýði allur herinn til Bet Sitta, á leið til Serera, að árbakkanum við Abel Mehóla hjá Tabbat.“


Stríðið gegn hryðjuverkum hefur nú farið stigvaxandi í rétt tæpan hálfan áratug og árangurinn lítið sjánlegur.

Ástæðan fyrir þessum inngangi var sú að Midíanítar voru ógn við Ísraela rétt eins og hryðjuverkamenn eru ógn við vestræn ríki. Her Gídeons sigraði Midíanítana með lúðrum og blysum, einungis þrjúhundruð mönnum og hjálp frá Guði.

Þessi hryðjuverkaógn færist okkur nær og nær með hverju ári sem líður þessu stríði. Fyrst þetta er stríð þá verða mannföll, og fyrst þetta stríð er svona nálagt saklausum borgurum þá tel ég brýnt að ljúka þessu stríði eins fljót og auðið er. Hvernig? Ég veit það ekki.

Núna í kjölfar hryðjuverkana í Lundúnum opnast ábyggilega miklar umræður um þetta stríð gegn hryðjuverkum, hvort þessi hryðjuverk séu bein áhrif af innrásinni í Írak, hvort hún sé réttlætanleg og svo framvegis. Ég kýs einfaldlega ekki að rökræða um það því þessi innrás tilheyrir fortíðinni og henni er mjög erfitt að breyta. Það er hinns vegar mjög auðvelt að breyta framtíðinni.

Þið eruð ábyggilega enn sem komið er að leita að punktinum með þessu og spáið í tilgangnum í greininni en hér kemur hann.

Þegar stríð er í gangi meiga þáttakendur búast við mótaðgerðum gegn aðgerðum, það má svo deila um hvort þau hryðjuverk sem framin hafa verið á undanförnu séu aðgerðir eða mótaðgerðir. Ég sé allavega einungis mótaðgerðir, innrásirnar í Afganistan og Írak eru mótaðgerðir 11. september, sprengingarnar í Balí eru mótaðgerðir fyrrnefndra innrása og sprengingarnar í Lundúnum eru mótaðgerðir þáttöku Breta í þessu Guðsfyrirheitna stríði. Og hvar komum við inn í þessa keðjuverkun mótaðgerða?

Skuggi vestrænna ríkja skyggir yfir okkur rétt eins og birta Vestrænna ríkja lýsir yfir okkur. Þeirra mistök verða okkar mistök. Og sem ein heild verða allir ábirgir hverra mistaka sem gerð eru.

***
Ég skrifaði þennan pistill hér fyrir ofan í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Lundúnir en lauk aldrei við hann né sendi hann til byrtingar neinstaðar. Þegar maður lítur til baka sér maður að mikið vatn hefur runnið til sjávar. Núna eru bráðum liðin fimm ár frá því að hryðjuverkamenn flugu farþegaflögvélum á valin mannvirki í BNA með þeim afleiðingum að mörg þúsund manns létust. Í dag hafa ábyggilega fleiri óbreyttir borgarar úr löndum sem talin eru, samkvæmt okkar skylgreiningu, styðja við bakið á hryðjuverkum heldur en vestrænir borgarar sem orðið hafa fyrir barðinu á slíkum.

Er réttlætanlegt að verða sjálfur mesti hryðjuverkamaðurinn til að koma í veg fyrir að hryðjuverkum sé beint gegn manni sjálfum? Sumum fynnst það. En þó það sé þannig, mun það þá bera árangur? Vekur það ekki bara meiri reiði meðal „óvina“ okkar að við séum að myrða fleiri og fleiri óbreitta borgara úr „þeirra“ röðum.
Ég setti „þá“ inn í gæsalappir því við erum farin að líta á alla múslima frá mið-austurlöndum sem hryðjuverkamenn. Oftar en ekki hafa umræður byrjað á orðunum „þessir múslimar“, og um daginn sagði einn mér hvað honum þætti það óhuggulegt hve margir múslimar væru sestir að á Norðurlöndunum. Allur áróður hefur líka verið á þá leið. Til dæmis sagði Bush í fyrstu ræðu sinni eftir 11. september ætla að fynna mennina sem gerðu þetta í fjöru. Hvað átti hann að gera? Mörg þúsund landa hans höfðu verið drepnir, hann átti að nota tækifærið til að syrgja þá, ekki kveikja upp blóðþorsta. Svona er heimurinn firrtur. Með því að syrgja hina látnu búum við til fleiri syrgjendur annarsstaðar í heiminum.

Hversu margar sálir þurfa að hverfa frá yfirborði jarðar áður en Olmert fattar að með aðgerðum sínum gegn Gaza og Líbanon er hann aðeins að styrkja óvini sína og annara vesturvelda? Hve margir þurfa að deyja áður en Bush áttar sig á hve mikil travistía það var að fara með sprengjur og egg inn í Írak til ná Saddam frá völdum. Og hversu mörg lönd þurfa Vesturveldin að ráðast inn í áður en hryðjuverkamennirnir sjá glundurroðan sem þeir grundvalla.