Hugsum til baka til lokar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þýskaland og Japan í rúst. Efnahagslega og siðferðislega. Bandaríkin ákveða að koma á lýðræði í Japan og endurreisa það í Þýskalandi. Yfirveguð og djörf ákvörðun. Bandaríkin setja mikið fjármagn, Marshall aðstoðin, í að styrkja og byggja upp þessi ríki. Í dag eru þetta lýðræðisríki með ríka og trausta hefði í samfélagi þjóðanna. Þau teljast ekki til vandræðaríkja. Þau aðstoða og hjálpa. Mikil breyting.

Afghanistan. Land gríðarlegar náttúrufegurðar. Samfélag margra mismunandi trúarhópa og þjóðfélagshópa. Þjóð sem er vinveitt Bandaríkjunum, eftir alla þá aðstoð sem Bandaríkin veittu Afghanistan í baráttu þeirra við ofríki Sovétríkjanna sálugu. Fátækt land. Illa upplýstur almenningur, sem auðvelt er að afvegaleiða. Sprengjuregn í Kabul mun aðeins búa til fleiri öfgamenn, meira óöryggi í okkar heimshluta.

Bandaríkin, með samstilltu átaki hins vestræna heims, ættu að taka yfir Afghanistan og koma á lýðræðislegri þjóðskipan. Samfara því ættu þeir að leggja til 20 Milljarða USD í samstarfi við aðrar lýðræðisþjóðir vesturheims, þ.m.t. Ísland, til þess að byggja Afghanistan upp. Afghanistan verði lýðræðisríki í hafsjó harðstjórnarríkja Asíu. Bandaríkin sýni að þeir geta byggt upp þjóðríki sem verður sverð og skjöldur lýðræðisríka. Brimbrjótur sjálfsagðra mannréttinda, sem í dag eru fyrir borð borin í flestum ríkum Asíu. Múhameðstrú verður að sjálfsögu trúarbrögð ríkisins. Hver þjóðfélgasþegn mun hafa þau sjálfsögðu réttindi að tjá sínar skoðanir og sinna sínum málum.

Látum ekki líf þeirra fimmþúsund Bandaríkjamanna, sem fórust í fólskulegri árás öfgamanna, verða kveikjan að fleiri drápum, meiri hefnd, meiri óbilgirni og minna umburðarlyndi. Leyfum minningu þeirra að lifa til sóknar fyrir lýðræðisgildi, ekki til hefndar. Bætum hlutskipti Afganistan. Sýnum að illvirki geta verið til góðs.