Ég vil að sjálfsögðu byrja á því að votta samúð mína öllum þeim sem lentu í hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11.Sept sl, það er mjög erfitt að hafa einhverja eðlilega og ótruflaða skoðun á þessu máli, því fjölmiðlar og fréttaflutningur hefur kannski ekki sýnt allar hliðar málsins. Ég viðurkenni að ég þekki ekki allar hliðarnar og hluti af mér óskar þess að öllum þessum trúaröfgaþjóðum verði hreinlega eytt af sjónarsviðið jarðarinnar! En hvar væri ég þá betri en þeir, ég veit það ekki, eflaust væri hægt að réttlæta það með því að segja að friður kemst loksins á í heiminum. En þá taka bara við önnur vandamál, hvað með alla arabana sem búa út um allan heim?
Maður heyrir ekki aðrar fréttir í dag aðrar en þær að það séu stríð útí heimi, og að ágreiningsmál séu það stór að engin samstaða næst. Hvernig er best að leysa það nema eyða vandamálinu? Það er enging önnur leið, það er búið að reyna svo margt! en í leiðinni erum við að drepa fólk sem tekur ekki þátt í ofsóknum gegn öðrum, og lifir í sátt og samlyndi. Það er ekki hægt að fara neina heilbrigða leið í þessu máli. Ég verð nú samt að segja það að þjóð sem fagnar þessum árásum á eitthvað verulega bágt. Maður fagnar ALDREI manndrápi, sama hversu “vondur” einstaklingurinn var, það er bara merki um barnaskap og brenglaða heimsmynd.
Ég er samt soldið hræddur um að Bandaríkjamenn reyni að spila úr því svakalega píslarvætti sem þeir búa nú yfir, og geta notað hörmungarnar sem átyllu til að neyða aðrar þjóðir til að taka þátt í og samþykkja þær aðgerðir sem þeim langar að taka og hefur langað að taka um árabil. Það á engin eftir að sjá þetta sem kúgun, því Bandaríkin eiga bágt, og sú þjóð sem neitar að taka þátt, er bara miskunarlaus og tilfinningalaus. Þetta er ég hræddur um að verði raunin.
Finnst mér rétt að þurka út heila borg í hefndarskyni? Nei mér finnst það ekki, en finnst mér hryðjuverk eiga rétt á sér? Nei ekki heldur! Hvar getur maður staðið í þessu? hlutlaus? Nei, varla, hvurslags mannvera er ég ef mér er alveg sama. En það er víst, að ég get lítið gert nema horft á það sem á eftir að gerast.
Ég er ekki alveg með á því hvað það er sem Bandaríkin eiga að hafa gert múslímaþjóðunum, en það hlítur að vera ansi alvarlegt fyrst að þetta var eina leiðin til að vekja athygli á því. Kannski þið getið hjálpað mér með að skilja það?