www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1202617

Hér má finna grein um það hvernig lögregla leysti upp ungmennateiti og skellir skugga á skemmtanalíf unglinga.
Það er ekki kemur fram í greininni er framkoma lögreglu, illa skipulögð starfsemi og dónaskapur.

Í þessu húsnæði var ekkert vesen, ekkert ofur-party þar sem verið að stinga fólk né neitt sem var að fara úr böndunum. Umgengni hefði kannski mátt vera betri en allt í allt var þetta bara teitis umgengni, nokkur brotin glös og kannski ein æla.
Þeir sem urðu veikir eða álíka voru flestir bara í aftursætum bíla að hafa það kósý og enginn dauður úti á túni.

Nú, það fyrsta sem lögregla gerir, sem ég varð vitni að, var að safna flestum fyrir í sal þar sem sagt var að við værum ekki fangar en mættum samt ekki fara út úr húsinu. Síðan gerðu þau misheppnaða tilraun til að taka niður nöfn og kennitölur og voru ekki allir sem gáfu það upp (enda er ég ekki viss hvort maður sé skyldugur með lögum).
Þetta var um þrjú eða fjögurleitið. Síðan gerðist bara ekki meir í all langan tíma. Fáir í hópnum fengu að vita eitt eða neitt hvað var í gangi, hvað væri málið; hvað, hvern og hvernig ætti að kæra margir bara orðnir hundfúlir út af þessari afskiptasemi (og sumir sofandi út í skurði með snarlækkandi líkamsthita til að vera ekki tekinn af löggunni).
Sumir reyndu nú að gera eitthvað úr þessum tíma og ræða við lögregluþjónana, það fólk sem á að verja okkur og passa upp á okkur í þessu landi.
Fljótlega var tjáð að rúta væri á leiðinni til að ná í alla hersinguna og dúndra öllum niður í bæ. Það fannst greinarhöfundi afar vafasamt og fór að spyrja lögreglumennina út í þessa rútu og í ljós kom að enginn vissi neitt (eða vildu ekki gefa upp upplýsingar). Ekki hvenær væri von á rútunni. Hvort hún hefði lagt strax af stað og væri þá áætluð 40-50 mínútur eða hvort hefði þurft að ræsa rútubílstjóra og væri hún þá enn lengur á leiðinni(hið síðara kom í ljós).
Þegar ég spurði hvert rútan færi var mér aðeins tjáð að hún færi til Reykjavíkur(þegar ég loksins fann lögregluþjón sem yfir höfuð vissi eitthvað um þessa rútu).
Ég bý ekki í Reykjavík og hátt í 40 manns bjuggu ekki í Reykjavík. Sumir á leið á Álftanes, aðrir Garðabæ, sumir Seltjarnarnes og aðrir í Grafarvog.
Þar sést einnig að staðurinn Reykjavík þýðir ekki rassgat í þessu samhengi(allt frá Árbæ niður í vesturbæ)
Þegar ég minntist á þessa staðreynd mættu manni aðeins stælar og hortugheit og byrjuðu lagana verðir strax að fetta og bretta upp á svör sín þannig ekkert varð úr þeim.
Þegar ég spurði hvort ég mætti standa í andyrinu þar sem sumir reyktu í fatahenginu(enginn mátti yfirgefa stofufangelsið) og mig langaði ekki að vera inni í húsnæðinu var mér engu svarað en þrír lögreglumenn stóðu í dyrunum. Þegar ég labbaði að dyrunum leit samt einn starfsmaður hins opinbera á mig og sagði: ,,Ekki þrýsta á það.''

Hvað ætlaði hann að gera? Snúa mig niður af því mig sveið í augun af vindli sem brann hægt inn í hönd samnemanda?

Þegar rútan loksins kom (búin að vera í stofufangelsi í 2-3 klst) þá var öllum dúndrað upp í rútu og aðal umræðuefnið voru jú lögreglumennirnir.
Þegar komið var niður í bæ kom í ljós að okkur var ekkert ekið heim eins og ofangreind frétt tjáir heldur var öllum dúndrað út á Hlemm og þar áttu menn að sjá um sig sjálfir klukkan 7 á Laugardags morgni.

Hvort er nú öruggara, að leyfa krökkunum bara að sofa í húsnæðinu og taka rútu morguninn eftir þar sem flestir gátu látið sækja sig niður í bæ eða henda þeim út á Hlemmi klukkan 7 um morgun með svefnpoka og 2 töskur bíða eftir strætó (og ef leiðinni var haldið út í Garðabæ getur sá rúntur orðið heldur langur)

Ég vildi bara tjá hina hliðina á málinu.
Þakkir. Vitringu
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig