Kína er búið að vera leiðandi stórveldi í 1750 ár af síðusutu 2000 árum. Þeir líta á yfirburði vesturlanda með BNA í brotti fylkingjar tilkomna vegna sinnar tímabundnu lægðar. Þeir eru á leiðinni að verða stórveld (e.superpower.). Kínverjar hafa aðgang að kjarorkuvopnum, stærsta fasta her í heimi og auka framlög til varnarmála gríðarlega á hverju ári sem líður.

Hafa þeir efni á því. Já svo sannarlega. Viðskiptahalli Usa er fjármagnaður að hluta með fjármagni frá Kína. Gífurlega mikil uppsöfnun fjármagns þar austur frá er staðreynd.

Tævan er lítil eyja fyrir utan meginland Kína. Þangað flúðu þeir ráðamenn sem BNA studdu og urðu undir Mao og komúnistunum sem stjórna núna. Í dag er Tævan þyrnir í augum drekans. Tævan er enn þann dag í dag einungis til fyrir stuðning BNA. Þarna eru klárir hagsmunaárekstrar.

Hvernig tengist þetta varnarmálum Íslands?

Hernaðarmikilvægi Íslands fyrir BNA var staðsetningin. Á miðju Atlantshafi, mitt á milli U.S.S.R. og BNA.
Ekkert kalt stríð lengur, minni ef nokkur þörf fyrir varnarstöð á Íslandi.

Hvar kemur Kína inn í þetta. Ísland gæti verið Kúba þeirra kínversku. Þeir myndu örugglega vilja komast austan meginn að BNA. Það varð allt vitlaust í BNA þegar U.S.S.R. komu sér upp eldflaugaaðstöðu og varð að Kúbudeildunni.

Hvernig væri hægt að réttlæta þetta fyrir almenningi. Það þarf ekki. Hann hatar BNA vegna Írak stríðsins eða bara útaf því að tískan í dag segir niður með USA.

Eða jæja þó þetta væri ekki nema til þess að stríða USA. Fá þannig betri samning.

Eða vera svolítið til vinstri, hafa engan her og gera aðrar þjóðir sem þrá að vera varnarlaus græna af öfund. Það væri kannski besta lausnin.