Ég fer reglulega á Súfistann til að lesa (nær einungis erlend blöð) og fá mér e.h. gott með kaffinu í þægilegu reyklausu umhverfi. Eina sem er farið að fara í taugarnar á mér eru samtöl starfsstúlknanna sem eru nú allar erlendar og þær tala auðvitað ensku hvaðan sem þær nú koma.

Ung erlend stúlka virðist stjórna Súfistanum og talar hún fína Íslensku eins og fleiri sem vinna þarna, en nú er svo komið að það virðist engin Íslendingur vinna þarna og þá heyrir maður hópinn tala ensku sín á milli og eins og stelpna er oft vant þá heyrist vel í þeim. Ég koma nýlega og ný afgreiðslustúlka ætlaði að afgreiða mig en stoppaði mig af þegar ég ávarpaði hana á Íslensku með orðunum “English please”. Ég verða að viðurkenna að ég hefði orðið fúll og látið viðkomandi heyra það ef hún væri ekki gullfalleg, en að vísu vantaði mig líka rétta orðið yfir rúnstykki, en svo kom önnur erlend sem talaði Íslensku vel til bjargar.

Ég er ekki á móti alþjóðavæðingunni og finnst fínt að við séum með helling af útlendingum hér í landinu, en þau verða að sýna málinu okkar virðingu og reyna að tala málið okkar þegar þau eru hér, líka sýn á milli. Kannski er ég orðinn fordómafyllri gagnvart því að heyra það sem mér finnst vera “ameríska” heldur en ef ég heyrði e.h. evrópumál en það skiptir kannski ekki máli.