Ég sá athyglisverðan þátt sunnudaginn 19 febrúar
sem ber nafnið Kompás..

http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=19002&progId=11710

Þar var lögð gildra fyrir menn sem tæla krakka og unglinga í gegnum einkamála síður, heimasíður og MSN-ið.

Búin var til “ auglýsing ” frá “13 ára ” stelpu.
Svörin sem hún fékk við þessari fake auglýsingu voru vægt sagt mikil….

Fleiri tugir manna á aldrinum 25-70 ára lögðu inn klámfengin svör við auglýsinguna.

Flestir ef ekki allir vildu hitta stúlkuna.

4 voru valdir….og falin myndavél sett upp.

Myndirnar tala sínu máli í þessum þætti , sem og þau orð sem að að mennirnir láta útúr sér.

Alltaf heyrum við fréttir af mönnum sem verið er að dæma fyrir kynferðisbrot……..alltaf eru 2-3 falt fleiri barnaníðingar sem aldrei hafa verið gómaðir, og ganga lausir.

Farið var með gögnin sem aflað var í þættinum til Kolbrúnar Sævarsdóttur Saksóknara og hún spurð hvort hægt væri að ákæra mennina. Hún sagði að það væri mjög líklega ekki hægt, þar sem gildra var lögð fyrir mennina.

Er skrýtið í samfélagi þar sem lögin taka ekki betur á þessum málum, að það sé “haugur” af barnaníðingum ?

Er það nokkuð skrýtið að þegar löggjöfin er ekki strangari, að það sé hinn almenni borgari sem taki lögin í sínar eigin hendur ?

Ef að menn setja sig í spor þess, sem átt hefur barn sem þurft hefur að sæta kynferðislegu ofbeldi……og sá sem brotið hefur gegn barninu, t.d. í 5-6 ár…fær 2-4 mánaða skilorðsbundin dóm……þá færi ég allaveganna fljótlega að fletta upp símaskránni að heimilisfangi mannsins.

Ég hugsa að flestir myndu hugsa á svipaða lund.

Nú fyrir nokkrum dögum var verið að handtaka íslending í Burnley á Englandi……

Hann á að hafa hitt 14 ára stelpu á netinu…og ákveðið að fara til Englands, til þess að “heilsa uppá hana”..

Hann situr blessunarlega inni núna, og ef hann verður fundinn sekur þá á hann von á 6 ára fangelsis dómi….sem að sjálfsögðu sanngjarnt….ef það sem hann er ákærður fyrir stenst fyrir dómi…

á íslandi væri þetta hugsanlega 1-2 mánaða dómur…..

Af tillitssemi við manninn og fjölskyldu hans, þá ætla ég ekki að nafngreina hann….

En ef fólk er forvitið…..þá kemur þetta allt saman fram hérna :


http://www.burnleytoday.co.uk/ViewArticle2.aspx?SectionID=12&ArticleID=1367952

Ef við ættum að taka einhverja til fyrirmyndar í kynferðisbrota málum, þá væru það bandaríkjamenn…..

Megan´s Law er líklega það sniðugasta sem að kaninn hefur komið fram með í langann tíma…..þar sem hver sá sem fundinn er sekur um kynferðisafbrot er myndaður, settur í gagnagrunn….sem hægt er að fletta upp á netinu…..heimilisfangið liggur að sjálfsögðu þarna inni, ef að fólk hefur hug á að flytja úr hverfinu, eða hugsanlega “flytja” brotamanninn úr hverfinu.

Ísland er lítið land….og þeimun meiri ástæða er til að fræða fólk um þá sem búa við hliðina á þeim…ef menn eru t.d. dæmdir barnaníðingar..

Ég myndi allaveganna vilja vita það ef að ég byggi við hliðina á einum slíkum…

Það er engin ástæða að hlífa þessum mönnum !

Góðar Stundir

Golfu