EFtir allt þetta fjaðrafok útaf myndbirtingu DV af meintum barnanauðgara þá er soldið sem ég hef verið að velta fyrir mér.

Hér hoppa siðapostular meðfram öllum veggjum og öskra “Saklaus uns sekt sannast”

Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að á síðasta ári tók rithöfundur og blaðamaður löng viðtöl við konu sem sagðist hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi frá föður sínum…. undir þessara ásakanir tóku svo systur hennar líka.

Úr þessu var gerð bók, myndir af þessum manni birtust í öllum blöðum og hann var málaður sem einhver viðbjóðslegur maður.

Í lok árs var svo konan sem sagði þessa sögu valin kona ársins.

Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt nokkurn mann minnast á það að þessi maður hefði aldrei verið dæmdur fyrir eitt eða neitt, ekki einusinni kæra.

Afhverju sagði enginn “Saklaus uns sekt sannast”

Er það afþví að maðurinn var dauður og gat ekki varið hendur sínar?

Núna koma fram piltar með svipaðar ásakanir í garð manns, þessar ásakanir fara á prent og myndir birtast af manninum.
Ekki er þó farið neitt nánar í það sem gerðist heldur er stiklað á stóru.

Í bók konu ársins eru viðbjóðslegar lýsingar á þvú sem þessi maður á að hafa gert… DV sleppir því þó að hugsanlega hafi þeir haft þær upplýsingar undir höndum - hver veit.


Það sem mig langar að vita er hinsvegar…

Hver er munurinn á þessum málum annar sá að í öðru málinu er “fórnarlambið” dáið en í hinu er það lifandi?

Og bónusspurning…. Hefði þessi frétt DV verið í lagi ef maðurinn sem um ræðir hefði verið dáinn?

Hefðu Mikeal og Jónas kannski getað verið menn ársins í fyrra en eru í staðinn skúrkar ársins í ár.


Reglan er kannski “Saklaus uns sekt Sannast, þangað til þú ert dauður - þá má klína hverju sem er á þig”