Rakst ég á þessa skemmtilegu frétt um daginn, og þykir mér vert að fjalla aðeins um hana:

,, Heillaóskir til Unnar Birnu: Ekki í nafni þjóðarinnar

Verkefnisstýrur baráttuárs kvenna 2005 segja það tímaskekkju að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi sent Unni Birnu Vil­hjálms­dótt­ur al­-heims­fegurðar­drottningu heilla­óska­skeyti í nafni allrar íslensku þjóðarinnar.

Í yfirlýsingu sem Edda Jónsdóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir og Rósa Erlingsdóttir undirrita segir meðal annars að með skeytinu geri forsætisráðherra lítið úr þeirri kröfu að konur séu metnar að verðleikum en ekki eftir ytra útliti. Þá þykir þríeykinu heillaóskskeytið tímaskekkja á 30 ára afmæli kvennaárs Sameinuðu þjóðanna og að nýloknum kvennafrídegi.''

Eru þær rauðsokkur virkilega búnar að tapa glórunni? Er virkilega ekki bara hægt að bíta í það súra epli að forsetisráðherra okkar vilji óska Unni Birnu, stolti íslensku þjóðarinnar til hamingju með það að vera sæmd þeim titli að vera Ungfrú Alheimur?

Er þetta keppni sem byggist nú á því að dæma konur út frá útliti þeirra, en er þetta ekki að alhæfa um hvernig konur eigi að vera. Fáum við mannfólkið þetta ,,hylki'' sem um okkur er, við fæðingu, og er sumt fólk heppið á útlitslegan skala séð en aðrir ekki.

Er auðvitað ekki hægt að alhæfa um það sem er fallegt og ekki fallegt, en keppni þessi gengur einmitt útá það að dómnefnd, jafnt sem fólk heima hjá sér, á kost á að velja þá konu sem ÞEIM finnst falleg. Sé ég ekkert hvað þetta kemur gildisleika kvenna við, enda er þetta bara keppni sem orðin er að hálfgerðum sið.

Kannski við karlmennirnir ættum að stofna svona félag svo við getum farið að væla yfir því hve mikið góðum fótboltamönnum er hrósað, vegna þess að það dregur upp svo mikla staðalímynd um það hve fallegir og ríkir við eigum að vera, og hve ,,massaðir'' við eigum að vera. Ég skil hreinlega ekki hversvegna það er verið að æsa sig yfir svona löguðu og verð ég að segja að þetta setji svartan blett á FÍ (Feministafélag Íslands). En það er bara mín skoðun, hver er ykkar?

Summi kveður…..(klórandi sér í hausnum yfir FÍ)

Frétt fengin frá visir.is