Alveg ótrúlegt hvað sumt fólk getur gert sér til skemmtunar. Eins og að stunda einelti í gegnum fjölmiðil þ.e.a.s. internetið eins og sannaðist um daginn þegar tveir fullorðnir menn helltu yfir Tryggva “hring” Gunnlaugsson vatni og hveiti og hlupu hlægjandi í burtu.
Þetta var bara róni sagði annar þeirra . Lýsir ótrúlegri vanvirðingu fyrir fólki sem minna má sín og hefur þurft að heygja harða lífsbaráttu hvern einasta dag í leit að mat og húsaskjóli. En ofdekraðir úthverfastrákar eiga ekki erfitt með að gera “svoleiðis bráð” óleik þegar þeir rekast á hana. Við Íslendingar erum orðnir svo samdauna Amerískri lágkúru að það hálfa væri nóg.
“þetta var svona jackass dæmi” sögðu þeir , fyllilega sáttir . Af hverju ekki. Ef kaninn gerir þetta þá af hverju ekki við . Annars hafa þeir væntanlega haft Bumfight atriðin sér til hvatningar , en bumfight gekk út á það að niðurlægja menn sem höfðu orðið undir í Amerísku samfélagi t.d. með að húðflúra orðið “bumfight” á ennið á einum þeirra . Ótrúleg vannfirðing fyrir þeim sem undir eru í þjóðfélagi. Þess má geta að einn “róninn” í Bumfight hafði barist í víetnam við góðan orðstír. Þó ég réttlæti ekki stríð , þá má segja að niðurtúr þessa manns hafi byrjað við heimkomu. Marinn á sálinni og engin eða nánast engin stuðningur við þá sem þar börðust heima fyrir . Síðan nokkrum áratugum síðar. Gera óprúttnir ofdekraðir amerískir úthverfapabbastrákar þeim óleik , rétt eins og þeir hérna á íslandi gerðu Tryggva . Vonandi heldur tryggvi sýnu striki í Edrúmennsku berst áfram í sinni lífsbaráttu áfram þrátt fyrir svona áföll frá misjafnlega þroskuðu fólki. Skrýtinn heimur og ekki batnandi…
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust