Andlit hins illa hefur haft ótal form í gegnum tíðinna hvort sem það var hræðsla manna við kölska á miðöldum, td. ef fólk fór oftar en einu sinni í bað á viku var það talið vera andsetið hinu illa…

Á seinustu öld má segja að vondi kallinn hafi verið nokkuð augljós og fólk var ekki í neinum vafa að einræðisherrann Adolf Hitler væri holdgervingur illskunar, eftir það voru kommunistar allt í einu þeir sem ógnuðu velsæld manna og farið var í nornaveiðar í Bandaríkjunum til að svæla út úr öllum skúmaskotum mögulega kommunista. Ríkið sem hafði bjargað Evrópu tvisvar undan oki kúgunnar var orðið sjálgefin alheimslögga og elti uppi um allan heim stórhættulega kommunista, allt til suðaustur-Asíu þar sem Kórea og síðar Víetnam áttu að vera hreinsuð af öllum illu öndunum.

En svo féll múrinn og engin vissi fyrr en allt í einu að það var engin vondi kall til lengur? Hvað nú?

Skildi loksins vera grundvöllur fyrir heimsfrið, nei því maðurinn hefur þann einstaka hæfileika að pirra allt og alla í kringum sig og fara í stríð. Stríðið á Balkansskaga tók á sig hrikalega mynd þar sem mannslíf var enn og aftur einskis virði og svipaðir hlutir gerðust í Sómalíu, Rúanda og víðar.

En svo kom Osama Bin Laden til sögunar og ákvað að hefja stríð gegn alheimslöggunni og Gyðingum.

Nú hafði alheimslöggann nýjan vonda kall til að eltast við…

En þar sem margir Múslimar eru ennþá mjög gramir fyrir þá hrikalegu meðferð og fjöldamorð sem Krossfararnir frömdu hér í denn þá eru þeir búnir að heita sér því að útrýma Infadel eða villutrúarmönnum og auðvitað Sions trúa fólki, Gyðingum.

“Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í dag að þurrka bæri Ísrael út af kortinu” MBL…

Þetta er einmitt það sem margir Palestínumenn og aðrir Múslimar hafa sett sér og telja sig vera í fullum rétti. Þeir telja sig eiga Jerúsalem sem ég er algjörlega ósammála því Guð gaf útvaldri þjóð sinni Ísraelsríki að forðum.

En oft eru Gyðingar ekki manna klókastir og þeir sjálfir hafa komið sér í vandræði með hortugheitum og sleggjudómum. Þeir telja sig ennþá vera útvalin þjóð Guðs og að hinn smurði (Messías) eigi ennþá eftir að koma fram á sjónarsviðið samkvæmt spádóminum, þar af leiðandi var Jesús ekki Massías og Gyðingar hafna honum þar af leiðandi með öllu.

En svo að ég komi mér að málinu þá er sú spurning hvort það sé í lagi að beita hernaði gegn Íran ef þeir lúta ekki þeim tilmælum SÞ um að láta af kjarnorkuáætlun sinni. Þeir eru að auðga úran sem er eitt af þeim atriðum sem þarf að gera til að gera kjarnorkusprengju.

Ég tel ef allar samningaumleitanir við Írani fari út um þúfur sé ekkert annað í stöðunni en að hefja alsherjar loftskeytaárás á lykilstöðvar í Íran og reyna að einangra þá frá umheiminum. Innrás landherja er ekki ennþá möguleiki vegna þeirra hagsmuna sem Rússar eiga í Íran.

Bandaríkjamenn munu leiða þessar loftskeytaárásir og um leið munu gera allt til að Ísraelar blandi sér alls ekki í átökin því ef þeir munu hefja einhverjar aðgerðir mun það án efa leiða til þess að önnur Múslimaríki sameinist Írönum og hefji árásir á Ísrael.

Þetta er engin spámennska því svipaðir hlutir gerðust í fyrra Persaflóastríðinu. Bandaríkjamenn útveguðu Ísraelsmönnum þá Patriot loftvarnarkerfið til að granda Scud loftskeytunum sem Saddam Hussein skaut á þá. SAS sveitirnar bresku fóru langt inn fyrir óvinalínurnar í Írak til að finna og eyða Scud flugskeytapöllum og að “Geisla Upp” skotmörk fyrir flugskeyti “Laser Guided Missaels” sem skotið var úr 20.000 feta hæð úr orrustuþotum. SAS sveitirnar unnu þrekvirki og um leið komu í veg fyrir enn meiri hernaðar átök í þessarri svo miklu púðurtunnu sem mið-austurlöndin eru.

Ég veit þá staðreynd að Írönum er ALLS ekki treystandi fyrir kjarorkuflaugum og ef þeir geta ekki hagað sér eins og siðmenntuð þjóð og látið af hótunum um Genocide eða þjóðarmorð þá eru þetta aðeins fæðingarhríðir þess að nýr Adolf Hitler sé að fæðast fyrir framan nefið á okkur.

En munum við sitja bara heima í stofu og horfa á þetta aðgerðarlaus?

No Fuc**** Way!


Svo er hér linkur sem mörg ykkar hafa eflaust séð refsing á ungum dreng sem stal sér brauði í ónenfndu múslimaríki…

http://forum.ingame.de/quake/showthread.php?s=&threadid=188222