Jæja nú er komin af stað ný bylgja. Kynferðisafbrotabylgjan.
Síðasta bylgjan var rasista dæmið sem er núna alveg horfin.
Auðvitað er fínt að verið sé að ræða þessi mál. En það eru allir brjálaðir og eru með morðhótanir og fleira ósmekklegt.
Eru þessi heitu mál einhverskonar leið fyrir þjóðfélagið til að fá útrás? Það sem ég er að sjá útúr þessu sorglega dæmi er það að fólk fær umræðuefni á kaffihúsunum, hérna, irkinu og í vinnunni þegar fólk hefur ekkert til að tala um. Þetta nauðgunarmál er ein heitasta umræðan í dag. Ef marka má það sem fólk hefur verið að láta útúr sér þá virðist vera sem fólk muni fjölmenna til þess að limlesta þennan nauðgara. Af hverju getur fólk ekki tekið þessu máli á aðeins þroskaðri máta? Það gagnast engum að einhverjir einstaklingar eru að sýna hversu hrottalegar hugsanir hrærast um í kollinum þeirra. Fólk er ekki að átta sig á því að þessi umræða deyr út, önnur kemur í staðinn og ekkert hefur verið bætt.
Rasista umræðan er orðin dauð og ekkert gott kom útúr henni nema rifrildi. Það er ekki í okkar höndum að dæma þennan einstakling, við höfum dómstóla til þess og þessir dómstólar eru þarna til þess að vernda okkur frá fólki sem á bágt í þjóðfélaginu.
En þetta hefur alltaf verið svona og fólk er varla að átta sig á þessu fyrst núna. Það hefur margoft verið rætt um það hversu vitlaust kerfi við erum með, en það hefur enginn gert neitt meira í því. Það er enginn sem stendur upp og segir hingað og ekki lengar. Trúið mér að ég ætla ekki að vera sá einstaklingur og ef enginn annar stendur upp og gerir neitt í málinu þá skiptir það mig litlu máli. Þetta umræðuefni kemur aftur upp næst þegar einhver gerir eitthvað verulega slæmt af sér.
Mér sýnist fólk vera í skýjunum yfir svona málum þar sem allir geta líst yfir viðbjóði sínum á einstaklinginum og umræður skapast í þjóðfélaginu sem allir geta tekið þátt í.
Hver er það annars sem á landið? Er það lýðurinn eða eru það einstaklingar sem við veljum vegna þess að þeir eru klæddir í fín jakkaföt og eru góðir í því að snúa útúr hlutunum?
Þó að allt þjóðfélagið sé í shokki yfir einhverju þá er það samt í höndum einhverra karla sem hafa meiri áhuga á stangveiði en að breyta rétt fyrir landið sitt og þjóð.
En það er þó gott að fólkið fái smá útrás og eitthvað til að spjalla um til að lífga uppá annarsvegar óspennandi líf þeirra.
Vil bæta við í lokin að þeir sem vissu hvernig dómstólar dæma hér á landi og hafa ekkert gert í málinu ættu í rauninni ekkert að vera að krítisera dómarana. Gaurinn fékk 3 ár, hann fékk þau frá okkur. Þetta eru dómstólarnir okkar og þó að meirihlutinn vilji sjá kerfið breytast þá höfum við bara engin völd til þess.
Tíminn er að renna út, fólk.
Næsta heita umræða er bakvið hornið og fólk þarf að geta spjallað um eitthvað yfir kaffinu sínu og kleinum.
*********************************