Nú hafa líklega allir tekið eftir því í fjölmiðlum að íslendingi er haldið í fangelsi í Bandaríkjunum.

Fyrir þá sem ekki vita heitir hann Aron Pálmi Ágústsson.

Eins og ég heyrði söguna fyrst í fjölmiðlum, þá átti hann að hafa farið í “læknisleik” þegar hann var 12 ára með einhverjum öðrum aðila og löggæslu yfirvöld í Texas gerðu allt vitlaust útaf því… og væri þarna á ferðinni strákur sem fyrir mistök var settur í unglingafangelsi 12 ára gamall og er núna í stofufangelsi, þ.e. hann má eingöngu fara frá heimili sínu í skólann og einhverjar fyrirfram ákveðnar leiðir, þar sem hann er með GPS tæki fest við fótinn.

Mér hefur alltaf fundist þetta of lygilegt allt saman til þess að trúa þessu, þannig að ég fór að kynna mér málið aðeins.

Þar sem kynferðisafbrotamenn eru allir skráðir í Bandaríkjunum (Registered sex offender), en það kom til vegna svokallaðra “Megans Law”. Þar sem ákveðið var í flestum ríkjum Bandaríkjanna að skrá heimilisföng og nöfn kynferðisafbrotamanna á netinu, þannig að nágrannarnir væru meðvitaðir um að í næsta húsi byggi kynferðisafbrotamaður.

Þá ákvað ég að kikja á skráða kynferðisafbrotamenn í Texas :

https://records.txdps.state.tx.us/

Þegar maður flettir upp Aron Agustsson, sem að sjálfsögðu er bandaríska nafn Arons Pálma Ágústssonar, þá kemur í ljós að hann er fæddur 1983, dæmdur 1997, fjórtán ára gamall.

Brotið átti sér stað 1996, þannig að hann var þrettán ára gamall.

Fórnarlambið var SEX ÁRA GAMALT !

og eftir mikla leit á netinu komst ég yfir skýrslur málsins, og kemur þá í ljós:

Að Aron Pálmi var nýfluttur í hverfið sem hann bjó í.

og í vitnaleiðslum yfir Aroni Pálma kemur fram, eftir framburði Arons sjálfs:

að þessi sex ára drengur sem honum er gefið að sök að hafa misnotað, hafi strítt honum mikið eftir að hann kom í hverfið.

Að einn daginn hafi þessi sex ára drengur tekið niður um sig buxurnar og sagt við Aron Pálma orðrétt úr gögnum: “Suck my dick”.. sem og Aron gerði.

Aron Pálmi semsagt þrettán ára gamall, saug tittlinginn á sex ára dreng !

og segir svo í gögnunum að drengurinn hafi beðið um það, hverskonar bull er þetta eiginlega….

Þetta er það sama og allir kynferðisbrotamenn segja þegar þeir eru gripnir “hún/hann var að reyna við mig” eða “hún/hann bað mig um þetta”


Íslendingar eru að gera sig að fífli að mínu mati, með því að grátbiðja Bandarísk stjórnvöld um að framselja Aron Pálma.


Fyrir mér mega þeir íslendingar sem að eru dæmdir erlendis fyrir jafn hrikaleg brot og þetta, bara vera þar áfram.

Það er þá allaveganna ekki verið að nota okkar skattpeninga í það að halda þessu liði gangandi.


Kv.
Golfu