Áðan var ég að lesa greinina hér á huga um þessa hrottafengnu nauðgun sem átti sér stað(skrifuð af Ultima). Eftir u.m.b mínútu styllti ég á ríkissjónvarpið og styllti á textavarpið á innlendar fréttir(síðu 102). Þar “skrollaði” yfir fréttirnar og á síðu 108 rakst ég á frétt sem bar fyrirsögnina “Myndbansmaður missir gistiheimilið”. Kannski ekki svo spennandi fyrirsögn og segir enganveginn innihaldið í greininni, en það skiftir ekki neinu máli. Eftir að hafa lesið grein Ultima og svarað henni blöskraði mér að lesa aftur um kynferðisglæp(ekki nærri því eins alvarlegur en hinn, en þó kynferðisglæpur). Hér er greinin orðrétt af textavarpinu


MYNDBANDSMAÐUR MISSIR GISTIHEIMILIÐ
Eigendur Tærgesen-gistiheimilisins á
Reyðarfirði hafa rift rekstrarsamningi
við manninn sem nú liggur undir grun um
að hafa komið fyrir myndbandsupp-
tökuvél á salerni gistiheimilisins.

Annar eigendanna tveggja sagði í
samtali við Fréttastofu að þeir hefðu
hvorki séð um daglegan rekstur né verið
á staðnum frá því gistiheimilið var
opnað í byrjun júní.

Lögreglan á Eskifirði tók í sína vörslu
myndbandsupptökuvél og talsvert af
öðrum tölvubúnaði í fyrradag eftir að
hópur erlendra stúlkna sem gisti í
húsinu kærði hótelhaldarann.

Þessi gaur verður örugglega ekki settur í fangelsi heldur fær hann örugglega 10þús kr. í sekt.
Mér finnst þetta hörmulegt hvað Ísland sé lint gagnkvart lögunum.
Ég bara spyr er Ísland að breytast í perraland og finnst ykkur það í lagi?