Mikið rosalega ber ég mikla virðingu fyrir konunni sem var að vinna málið fyrir Hæstarétti vegna hópnauðgunar sem hún varð fyrir.

Fyrir á sem hafa búið í helli s.l. viku snýst málið um að fyrir par árum síðan varð kona fyrir hópnauðgun þriggja manna. Hún fór strax og kærði eftir atburðinn. Lögreglan kallaði einn af þremur mönnunum fyrir fljótlega eftir kæruna en hina tvo ekki fyrr en rúmlega viku seinna. Þeir neituðu og þar við sat. Saksóknari taldi ekki líklegt að hægt væri að taka málið fyrir dómstóla og fá sakfellingu og því var hætt við rannsókn.

Síðan hefur komið í ljós að á sama tíma var lögreglan að rannsaka stórt líkamsárásamál og hafði ekki mannafl til að rannsaka “smærri mál”. Sú staða virðist hafa ráðið meira um að máli hennar var vísað frá en möguleikinn á sakfelingu. Konan höfðað einkamál og vann það fyrir Hæstarétti. Mennirnir eiga að greiða henni 1.1 millu plús allan kostnað.

Þetta er svona stutt lýsing á atburðum og örugglega ekki tæmandi.

Það má alveg deila um upphæðina. Held að konan hefði frekar vilja fá ekki krónu en sjá mennina DÆMDA sem SAKAMENN. Þá gætum við jafnframt lesið nöfn þeirra í blöðunum og vita hverjir eru svona siðferðislega brenglaðir. Sjá þá í fangelsi og með svartan blett á sakaskránni.

Nú vill ég ekki koma af stað “löggan er ömurleg” umræðu. Sjálfur tel ég íslenska lögreglumenn vinna ágætis verk við skelfilegar aðstæður. Vaninn liggur ekki hjá þessum í svörtu fötunum með beisball húfurnar. En það er augljóst á þessu máli, Baugsmálinu og öllum þeim málum sem þarf að vísa frá þar sem brotið hefur fyrnst að það er eitthvað að í kerfinu.

Sjálfur held ég að stjórnunin sé í molum. Undanfarin ár hefur verið skapað skrímsli sem ber nafnið “Ríkislögreglustjóraembættið” sem virðist eiga vera nokkurskonar FBI Íslands. Þarna virðist hvert klúðrið rekja annað. Sennilega er ekki nógu flott fyrir þessa stjórnendur þar að sýslast í sæðissýnishornum eða að reyna að sanna að stúkufélagi riðlist á barnabarninu sínu. Flottara er að grúska í pappírum og sanna að einhver gróssernn smyglaði hingað slátturvél.

Eins tel ég vafasamt að embætti (lögreglan) sem ber skyldu til að rannsaka sekt eða sýknu skuli starfa svona náið með saksóknara – sem hefur það hlutverk að sækjast eftir sektardómi. Held að í USA (sem er ekkert fyrirmyndarríki í þessu) þá sé það dómari sem ákveður hvort halda eigi áfram með mál.

Það má spyrja hvort sum mál séu ekki þannig að það ætti einungis að vera í höndum dómara að ákveða framhald. Nauðganir, manndráp, barnaníð og önnur alvarleg brot.

Ég tel þetta mál miklu alvarlegra er frávísun Baugsmálsins. Þar er bara um peninga að ræða en hér er um alvarlega árás að ræða. Gróf skerðing á frelsi eins samborgara okkar.

Ég held að óvitlaust væri að gera það lögbrot að sinna ekki málum þannig að þau fyrnist. Er ekki komin tími á hreinsun þarna hjá Politíinu?

Að lokum: ég legg til að Reykjavíkurborg reisi þessari konu styttu. Hún má alveg vera andlitslaus og heita bara “konan sem þorði”.