Nei, mér finnst bara fínt að olían sé að hækka, þá verður meira pláss fyrir mig á götum brogarinnar, nei ég er að tala um gallabuxur. Þetta er orðinn klikkun þegar fólk er farið að kaupa gallabuxur á 20.000 kr., og ég get sagt að engar buxur sem ég hef átt hafa enst eins illa og þetta drasl merki, McGordon frá Dressmann eru miklu betri. Íslendingar eru mestu “fashion victims” sem sögur fara af, nema kannski fólkið í USA sem við erum æ meir að lýkjast í útliti og hugsun að því er virðist. Ég var að lesa grein á netinu um þetta í USA, nefnilega um snobb gallabuxnamerki eins og True Faith (Diesel er ekkert hot þarna) og voru að spá því að þetta væri blaðra að springa. En ég er ekki viss um það sama hér, 17 verslunum hefur tekist að hooka unglinga á að fá sér nýjar Diesel buxur á c.a.6 mánaða fresti, alltaf smá breyttar, en alltaf dýarari en síðast. Hlusta svo á þessi gellu sem er verslunarstjóri þeirra í Kringlunni; Þetta er alveg eðlilegt af þvi að það er svo mikil vinna í þessum buxum, kjaftæði sem skiptir engu þar sem þeir þræla fólki út í Þriðja heiminum við að búa til þetta drasl.