Ég veit ekki hvað skal segja, hneykslun mín á heimsku “retailera” á Íslandi er alveg óendanleg. Að við Íslendingar neyðumst til þess að bíða eftir því að Breskar útgáfur af hugbúnaði verði tilbúnar er hneykslanlegt, sérstaklega vegna þess að Amerískar útgáfur þess eru oftast tilbúnar á undan.

Ég er auðvitað að tala um svonefnda “staðfæringu” á hugbúnaði. Samkvæmt reglum Evrópubandalagsins má alls ekki gefa út hugbúnað í evrópu fyrr en það er búið að “staðfæra” hann, þ.e. búið að þýða hann á nokkur ákveðin tungumál, svo sem Frönsku og Þýsku. Þar sem að við flytjum alltaf inn breska útgáfu á hugbúnaði neyðumst við til þess að bíða þar til þessi “staðfæring” er búin. Þá fyrst má byrja að dreifa hugbúnaðinum í Evrópulöndum. “Staðfæringin” getur tekið allt frá einni viku upp í fjölda mánaða, og þegar þessi tími er liðinn er ávallt að koma út betri og betri hugbúnaður, en það gerir það að verkum að maður byrjar aftur að bíða.

Þessi kúgun sem við þurfum að þola getur verið alveg óbærileg. Við bíðum og bíðum eftir þessu, eyðum ennþá meiri tíma í að bíða frá því að þetta er tilbúið og þetta er komið í dreifingu í Ameríku. Svo þurfum við að bíða ENNÞÁ lengur, bíða eftir því að fá þetta í hendurnar eftir “staðfæringuna”.

Ég skil ekki af hverju litlum hópi Íslendinga dettur í hug að flytja inn Amerískar útgáfur þessara hluta til þess að lina þjáningar margra tölvunörda. ESB og EES má fara til fjandans fyrir mér, ef að við þurfum að líða þetta í náinni framtíð.

Þetta er minn túkall (My two cents)