Hvers vegna greiðum við Íslendingar svo háa skatta sem raun ber vitni ? Í hvað fara peningarnir ? Ég sakna þess mjög að sjá umræðu á netinu um útgjaldafrekasta málaflokk þjóðarinnar, sem er heilbrigðiskerfið og þá þjónustu eða þjónustuleysi sem við þar teljum okkur upplifa. Hvernig heilbrigðisþjónustu viljum við hafa og hvað erum við tilbúin til þess að broga fyrir það ?
Njótum við þeirrar þjónustu sem við borgum fyrir í formi skatta, eða er gæðunum þar misskipt innbyrðis ? Það er til dæmis athygli vert að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin biður vestrænar þjóðir að íhuga þá stöðu að gera ekki hluta þegna sinna fátækari af leitun í heilbrigðisþjónustu, þ.e. kostnaðargjöld til viðbótar við meginhluta þjóðarútgjalda til málaflokksins.
Heilbrigðiskerfið er langt frá því að vera fullkomið frekar en kvótakerfi í sjávarútvegi en lýtur of lítilli athugun innbyrðis, enn sem komið er í ljósi þess að þangað fer meginhluti skattpeninga landsmanna .