Nú á fólk eftir að vera reitt, en þetta er bara mín skoðun eins og alltaf.

Fólk er fast upp á fjalli eða hvar sem er, að deyja úr hungri, einn deyr, hvað mundir þú gera í þessum sporum?

Ég mundi borða manneskjuna sem dó, og ég mundi ekki hika meira en eina mínútu. Ég mundi vita að ef mér yrði einhverntíman bjargað þá mundi ég mæta miklu mótlæti allra ef fólk frétti af þessu, en á ég þá bara frekar að deyja þarna uppi en að borða manneskju? Við erum ekkert annað en dýr. Við verðum að sætta okkur við það, við erum ekkert æðri en önnur dýr. Mörg dýr borða dýr af sömu tegund.

Það sem ég er að tala um, er að ekki að drepa einhvern til að borða hann, heldur þegar einhver deyr, að borða hann þá.
Ég mundi vilja að fólk mundi borða mig ef ég væri sú sem mundi deyja. Mér þætti vænt um að vita að ég gæti bjargað lífi einhvers bara með því að vera þarna, dáin, og leyfa einhverjum að borða mig.

En svo er sú hliðin á málinu sem snýr að því hver á líkið, á það enginn eða eiga ættingjar manneskjunnar það? Ef einhver í minni fjölskylda mundi verða étin, ekki drepinn til að éta, þá mundi ég ekki setja allt í háaloft, ég yrði ánægð að það hefði einhver lifað af svo aðrar fjölskyldur þyrftu ekki að ganga í gengum það að missa ástvin.

Og gangrýnið mig bara, ég á mínar skoðanir og mun ekki breyta þeim, ég er bara að tjá þær hérna til að sjá hvort fólk sé sammála mér eða ekki.
Just ask yourself: WWCD!