Ég hef tekið eftir því að þjóðernissinnar/rasistar eru mun ákafari í að auglýsa áróður sinn núna en fyrir nokkrum áður. Áróðurinn fer fyrst og fremst í gegnum netið, bæði á vefsíðum og á spjallrásum. Ég fór inn á gelgjurásina #iceland nú fyrir nokkrum kvöldum og mér til mikils ama voru þar nokkrir þjóðernissinnar að segja frá hatri sínu á útlendingum. Ég hef oft reynt að koma á einhverjum rökræðum við þá en því miður eru flestir þannig að þeir kalla þá sem að andmæla orðum sínum “homma” eða “grjóna” (rasistar nota þetta orð yfir Asíubúa).
Svipað skeði á rásinni #hugi.is, en þar var einn sem að gekk undir nafni áróðursstjóra nasista í seinni heimstyrjöldinni, Gobbels. Þar var hann að gefa út tengla m.a. á síðu útgefanda sem gefur bara út “White power” tónlist. Ég setti aðeins út á þetta en það endaði í rifrildi meðal nokkurra þeirra sem voru á rásinni.
Það ætti í raun að setja inn betri lög og reglur svo að t.d. KKK geti ekki gefið út “fréttabréf” sem að litlir smástrákar geta svo náð í.
Ég er ekki enn að skilja af hverju það er ekki búið að setja alþjóðalög um netið, alveg eins og það eru til alþjóðalög um t.d. mannréttindi og siglingaleiðir. Sambönd eins og Sameinuðu Þjóðirnar, sem að eru m.a. með sérstök mannréttindalög sem að gilda í sambandsríkjum, hafa ekki beint augum sínum nógu vel að þessum málum. Skilgreining mín á rasistma, og í sumum tilfellum þjóðernishyggju, er einmitt mannréttindabrot. Ekki er hægt að neita því að fjöldamorð á gyðingum í seinni heimstyrjöld sé hreint og beint mannréttindabrot, enda á fólk skilið að lifa við þær aðstæður sem að við lifum við, ekkert sanngjarnara er hægt að bjóða. Kommúnismi, að hluta til, er gott fordæmi til þess að bæta forvarnir gegn rasistma. Ég er ekki að segja að við eigum að verða kommúnistar, en hugsun þeirra er langtum fallegri heldur en sú tilhugsun að einhverjir náungar í hvítum kuflum séu að kveikja í húsum vítt og breitt um Bandaríkin, myrða fólk án ástæðu svo einhvað sé nefnt.
Rifrildi mín við hina og þessa þjóðernissinna hafa kennt mér að jafnvel sjö ára krakkar geta komið með betri rök fyrir skoðunum sínum en þeir. Þeir eru að tala um að “elska landið” en gefa tölur sem að eru svo fáránlegar að það hálfa væri nóg (hvítir í minnihluta í Evrópu eftir nokkur ár, svo einhvað sé nefnt).
Ég hef heyrt að Félag Íslenskra Þjóðernissinna hafi notað ættleidda dóttur eins embættismanns hér á landi í áróðursbækling sinn, en ef að vinnubrögð fólks er svona þá er alveg víst að það getur ekki fært rök fyrir einu né neinu án þess að þurfa að nota einhvern í leiðinni.
Ég segi, við alla þá þjóðernissinna og rasista sem að lesa þetta: “Give me a break.” Með áróðri ykkar eruð þið að slá ykkur í fingurna. Ef að þið getið ekki komið með almennileg rök fyrir skoðunum ykkar, þá skuluð þið leggja áróðurinn á bátinn og draga fiska í land. Þið getið ekki sagt að útlendingar séu að stela af ykkur störfunum nema að þið séuð einhverjir ómenntaðir aumingjar sem að vinna við að skúra gólf og lifa á götum úti. Það eru útlendingar sem að taka þau störf sem við nennum ekki að vinna, og það er ekki til þess að uppræta landið, heldur er það aðeins gert til þess að þeir geti fært fjölskyldu sinni meiri hamingju en þeir gætu nokkurn tímann gert heima hjá sér (sbr. 500.000 kr jafngilda tíu ára launum í Rússlandi).

“Þið eruð krabbamein í lungum Íslensku þjóðarinnar” er það besta sem hægt er að lýsa þeim vonlausu mönnum sem einsetja sér það að ráðast á annað fólk fyrir að vera ekki eins og þeir.